Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

06.01.2015

Aldarafmælisrit HSÞ

Aldarafmælisrit HSÞÚt er komið aldarafmælisrit HSÞ sem inniheldur sögu Ungmennasambands Norður Þingeyinga, Héraðssambands Suður Þingeyinga og Héraðssambands Þingeyinga. Skemmtileg bók með mörgum myndum úr starfi íþróttahéraðanna. Bókin, sem kostar 4.000 krónur, er m.a. til sölu á skrifstofu HSÞ og er hægt að panta hana í gegnum netfangið hsth@hsth.is.
Nánar ...
05.01.2015

Ásgeir og Pétur í Heiðurshöll ÍSÍ

Þann 3. janúar síðastliðinn, á Íþróttamanni ársins 2014, var útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ í áttunda og níunda sinn. Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaður og Pétur Karl Guðmundsson körfuknattleiksmaður voru útnefndir í Heiðurshöllina.
Nánar ...
04.01.2015

Jón Arnór íþróttamaður ársins 2014

Á sameiginlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær, var Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður útnefndur Íþróttamaður ársins 2014. Þetta er í 59. sinn sem Sam­tök íþróttaf­rétta­manna standa fyr­ir vali á íþrótta­manni árs­ins og Jón Arn­ór er ann­ar körfuknatt­leiksmaður­inn í sögu kjörs­ins sem hlýt­ur þessa viður­kenn­ingu
Nánar ...
03.01.2015

Íþróttamaður ársins 2014

Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2014. Hófið verður haldið í dag í Gullhömrum, Grafarvogi, Reykjavík, laugardaginn 3. janúar 2014 og hefst kl. 18:00.
Nánar ...