Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

30.04.2014

Ólympíufarar mættu á Andrésar Andarleikana

Ólympíufarar mættu á Andrésar AndarleikanaAndrésar Andarleikarnir fóru fram dagana 23. - 26. apríl. Um 700 börn á aldrinum 6-15 ára voru skráð til leiks í alpagreinum, skíðagöngu og snjóbrettum. Veðrið lék við þátttakendur og aðstæður voru mjög góðar. Ólympíufararnir okkar sem kepptu á Ólympíuleikunum í Sochi 2014, Brynjar Jökull Guðmundsson, Einar Kristinn Kristgeirsson, Erla Ásgeirsdóttir og Sævar Birgisson mættu á svæðið og gáfu keppendum áritaðar myndir (Helga María Vilhjálmsdóttir var fjarverandi vegna keppni erlendis).
Nánar ...
30.04.2014

Hestamannafélagið Hörður Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Hestamannafélagið Hörður Fyrirmyndarfélag ÍSÍHestamannafélagið Hörður fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl síðastliðinn. Um var að ræða endurnýjun viðurkenningarinnar en félagið útskrifaðist fyrst sem Fyrirmyndarfélag árið 2008. Þennan dag var félagið með hinn ágæta viðburð Lífstöltið sem í raun er söfnunarátak fyrir kvennadeild Landsspítalans. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti viðurkenninguna.
Nánar ...
29.04.2014

400 dagar í Smáþjóðaleikana

400 dagar í SmáþjóðaleikanaÞann 27. apríl síðastliðinn voru 400 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Leikarnir munu fara fram dagana 1. til 6. júní 2015 í Reykjavík. Smáþjóðaleikarnir 2015 eru auglýstir á fallegum veggspjöldum af íþróttafólki í íslenskri náttúru. Við Íslendingar erum hvað stoltust af náttúru Íslands og íþróttafólkinu sem við eigum.
Nánar ...
16.04.2014

Hjólað í vinnuna

Skráning er hafin í „Hjólað í vinnuna“, en keppnin hefst miðvikudaginn 7. maí og stendur til þriðjudagsins 27. maí. Hægt verður að skrá sig til leiks allt þar til keppninni lýkur. Allir vinnustaðir eru hvattir til þess að skrá sig til leiks og finna öfluga einstaklinga til þess að kynna sér fyrirkomulag keppninnar. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og skráningu er að finna á www.hjoladivinnuna.is í valstikunni "Um Hjólað".
Nánar ...
16.04.2014

Vorfjarnámi þjálfaramenntunar ÍSÍ lokið

Vorfjarnámi á fyrstu þremur stigum þjálfaramenntunar ÍSÍ er nú lokið. Um 50 nemendur luku námi á þessari önn. Nemendur eru búsettir víða um landið og koma frá fjölmörgum íþróttagreinum. Námið hjá ÍSÍ er almennur hluti þekkingar íþróttaþjálfara og gildir því jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Meðal þess sem kennt er á þessum námskeiðum er kennslufræði íþrótta, íþróttasálfræði, forvarnir og meðhöndlun íþróttameiðsla, íþróttastjórnun, áhrif, gildi og aðferðir við þolþjálfun, kraftþjálfun, snerpuþjálfun, hraðaþjálfun og liðleikaþjálfun, uppbygging líkamans, orkumyndun, næringarfræði o.fl. Sérgreinahluta námsins taka þjálfararnir hjá sérsamböndum ÍSÍ.
Nánar ...
15.04.2014

Lífshlaupið

LífshlaupiðEinstaklingskeppni Lífshlaupsins er alltaf í gangi. Hægt er að skrá sig í einstaklingskeppnina hvenær sem er. Haltu utan um þína hreyfingu allt árið inn á vef Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is. Um leið tekur þú þátt í einstaklingskeppninni og getur unnið þér inn brons-, silfur-, gull-, og platínumerki. Það getur verið mjög áhugavert og hvetjandi að skoða tölfræðina þegar líður á skráninguna.
Nánar ...
09.04.2014

Ársþing ÍBA

Íþróttabandalag Akureyrar hélt ársþing sitt þriðjudaginn 8. apríl 2014. Ársþingið var átakalítið og fáar tillögur sem lágu fyrir þinginu. Nýr formaður var kjörinn á þinginu en Þröstur Guðjónsson formaður til 20 ára steig nú til hliðar eftir langt og farsælt starf. Þröstur fékk Heiðurskross ÍSÍ á þinginu og var það Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ sem afhenti Þresti krossinn við mikið lófaklapp.
Nánar ...
09.04.2014

Nýr starfsmaður ÍSÍ

Nýr starfsmaður ÍSÍÍSÍ hefur ráðið Rögnu Ingólfsdóttur í starf verkefnastjóra kynningarmála. Ragna var valin úr hópi tæplega 140 umsækjenda en það var Hagvangur sem sá um ráðningarferlið.
Nánar ...
09.04.2014

Hermundur heiðraður á ársþingi HSH

Hermundur heiðraður á ársþingi HSHÞing HSH var haldið á Hótel Hellissands 3 apríl. Þingið var áður dagsett 20. mars en því þurfti að fresta vegna veðurs. Þingið var starfsamt og meðal ályktana voru áskoranir til ÍSÍ og UMFÍ um að halda áfram með þátttöku í Ánægjuvoginni.
Nánar ...
09.04.2014

Gróska í starfi HHF

Gróska í starfi HHF Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið í Félagsheimili Patreksfjarðar þann 1.apríl s.l. Vel var mætt og voru ýmis mál tekin fyrir.
Nánar ...
08.04.2014

Vinnufundur starfsfólks ÍSÍ

Vinnufundur starfsfólks ÍSÍÞann 7.apríl var haldinn vinnufundur fyrir starfsfólk ÍSÍ. Á fundinum var farið yfir ýmis mál, en einna helst Smáþjóðaleikana sem haldnir verða í júní 2015 á Íslandi og áhrif þess verkefnis á starfsemi Íþrótta- og Ólympíusambandsins.
Nánar ...