Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

31.10.2016

Nýr bannlisti WADA 2017

Nýr bannlisti WADA 2017 Nú á dögunum birti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin bannlista WADA 2017 og samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum. Á listanum má sjá hvaða efni og aðferðir eru bannaðar bæði í keppni og utan keppni og hvaða efni eru bönnuð í ákveðnum íþróttagreinum. Framkvæmdastjórn Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar samþykkti listann 21. september sl., en hann tekur gildi 1. janúar 2017. Hér má sjá bannlistann og hér má sjá samantekt um helstu breytingar ásamt útskýringum.
Nánar ...
28.10.2016

Val á íþróttamanni ársins

Val á íþróttamanni ársinsMiðvikudaginn 2. nóvember munu ÍSÍ og samtök íþróttafréttamanna standa fyrir hádegisfundi í E-sal Íþróttamiðstövarinnar og hefst fundurinn kl.12. Á fundinum verður rætt um val á íþróttamanni ársins, á að halda óbreyttu fyrirkomulagi eða á að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins?
Nánar ...
28.10.2016

Norræn yfirlýsing um lyfjaeftirlit og konur í leiðtogastörfum í íþróttahreyfingunni

Norræn yfirlýsing um lyfjaeftirlit og konur í leiðtogastörfum í íþróttahreyfingunniNorrænn fundur íþrótta- og ólympíusamtaka var haldinn í Helsinki dagana 23.-25. september sl. Fundinn sóttu af hálfu ÍSÍ Lárus L. Blöndal forseti, Gunnar Bragason gjaldkeri, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Á fundinum voru rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál er varða íþróttahreyfinguna, svo sem íþróttir og glæpi, innflytjendur og flóttafólk, afreksmiðstöðvar, stórir íþróttaviðburðir og konur í leiðtogastörfum í íþróttahreyfingunni svo eitthvað sé nefnt. Farið var yfir helstu verkefni hvers sambands fyrir sig og lagðar fram skýrslur um starfsemi sambandanna. Þessir samráðsfundir eru afar mikilvægir og gefa gott tækifæri til að skiptast á upplýsingum um málefni sem eru efst á baugi hverju sinni.
Nánar ...
27.10.2016

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 25 ára

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 25 ára Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar á 25 ára afmæli í ár, en fyrsta hátíðin var haldin í Brussel 1991 og hét þá Ólympíudagar æskunnar. Á 45. ársþingi Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) nú í október var þessum áfanga fagnað með yfirlitssýningu í höfuðstöðvum Íþrótta- og Ólympíusambandsins í Brussel ásamt því að íþróttafólkið Elena M. Zamolodchikova fimleikakona frá Rússlandi og Ilias Iliadis júdómaður frá Grikklandi voru heiðruð, en þau unnu bæði til gullverðlauna á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og á Ólympíuleikum. Um tuttugu íþróttamenn sem hafa unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum kepptu í byrjun afreksíþróttaferils síns á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.
Nánar ...
26.10.2016

Ársþing EOC í Minsk

Ársþing EOC í MinskÁrsþing Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) var haldið í Minsk dagana 20.-21. október sl. Þingið sóttu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. Á þinginu var meðal annars ákveðið að næstu Evrópuleikar verði haldnir í Minsk árið 2019, að Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2021 verði haldin í Vuokatti í Finnlandi og að Sumarólympíuhátið Evrópuæskunnar 2021 verði haldin í Košice í Slóvakíu.
Nánar ...
26.10.2016

Evrópuleikarnir í Minsk

Evrópuleikarnir í MinskEvrópuleikarnir 2019 munu fara fram í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, árið 2019. Leikarnir munu þá fara fram í annað sinn, en fyrstu Evrópuleikarnir fóru fram í Bakú í Azerbaijan í júní árið 2015. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands ólympíunefnda (EOC). Sú ákvörðun að Minsk yrði gestgjafi leikanna var tekin þann 21. október sl. á 45. ársþingi Evrópusambands ólympíunefnda í Minsk. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ voru á meðal þeirra sem sátu ársþingið.
Nánar ...
25.10.2016

Nýtt merki EOC

Nýtt merki EOCNýtt og nútímalegt merki Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) var kynnt á ársþingi samtakanna í Minsk í Hvíta-Rússlandi 20.-21. október sl. Helsti innblástur við hönnun merkisins er kominn úr mósaíkmynstri, listformi sem fléttast saman við sögu Evrópu og menningu. Merkið sem samanstendur af 50 mósaíkstykkjum sem raðað er í hringlaga form endurspeglar þær 50 þjóðir sem aðild eiga að samtökunum. Við afhjúpun merkisins í móttökukvöldverði ársþingsins var fulltrúi hverrar aðildarþjóðar fenginn til að leggja niður einn bút í stækkaða útgáfu af merkinu.
Nánar ...
21.10.2016

Fyrirmyndarþjálfari Noregs miðlaði reynslu sinni

Fyrirmyndarþjálfari Noregs miðlaði reynslu sinniSverre Mansaas Bleie, yfirþjálfari í handknattleik hjá Randesund Idrettslag, RIL, miðlaði af reynslu sinni um þjálfun karakters í gegnum íþróttir á hádegisfundi á vegum Sýnum karakter í dag. Sverre hefur meðal annars hlotið útnefninguna Fyrirmyndarþjálfari Noregs. Hann leggur áherslu á andlega og félagslega þætti í þjálfun sinni og er þekktur fyrir að skapa jákvætt viðhorf til íþróttaiðkunar og virðingu utan sem innan vallar.
Nánar ...
20.10.2016

Myndasíða ÍSÍ

Myndasíða ÍSÍÁ myndasíðu ÍSÍ má finna skemmtilegar myndir frá hinum ýmsu viðburðum. Unnið er að því að koma myndasafni ÍSÍ inn á myndasíðuna. Til gamans má geta þess að nú hafa verið settar inn eldri myndir á síðuna sem tengjast Ólympíuleikum. Ábendingar um innihald myndanna eru vel þegnar, en senda má ábendingar á netfangið ragna@isi.is.
Nánar ...
19.10.2016

Fróðleikur á netinu

Fróðleikur á netinuTeam Danmark hefur nýverið gefið út TD-FOKUS sem er vefrit um það nýjasta í afreksíþróttum í Danmörku. Í nýjasta ritinu er m.a. fjallað um afreksíþróttasveitarfélög í Danmörku og nýja bók sem fjallar um að ná árangri undir álagi. Hægt er að finna ýmsan fróðleik á vefsíðu Team Danmark og lesa þar þær greinar sem eru birtar í TD-FOKUS.
Nánar ...
18.10.2016

Karakter á leið til landsins

Karakter á leið til landsinsFöstudaginn 21. október kl.12:00 – 13.00 fer fram hádegisfundur á vegum Sýnum karakter verkefnisins um þjálfun karakters í gegnum íþróttir. Sverre Mansaas Bleie, þaulreyndur yfirþjálfari í handknattleik hjá Randesund, ætlar að miðla af reynslu sinni á fundinum. Sverre, sem hefur meðal annars hlotið útnefninguna Fyrirmyndarþjálfari Noregs. Hann leggur ríka áherslu á andlega og félagslega þætti í sinni þjálfun og er þekktur fyrir að skapa jákvætt viðhorf til íþróttaiðkunar og virðingu utan sem innan vallar. Erindi Sverre heitir: „It’s through relationship, you make developments“.
Nánar ...