Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

30.09.2019

Íþróttaviku Evrópu lýkur í dag

Íþróttaviku Evrópu lýkur í dagÍþróttaviku Evrópu hefur staðið yfir í eina viku og lýkur í dag. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...
30.09.2019

Forvarnardagurinn 2019 - Kynningarfundur

Forvarnardagurinn 2019 - KynningarfundurMiðvikudaginn 2. október verður Forvarnardagurinn 2019 haldinn í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að unglingum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla.
Nánar ...
30.09.2019

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Þjálfarastyrkir ÍSÍStjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Nánar ...
30.09.2019

Ráðstefna - Sýnum karakter

Ráðstefna - Sýnum karakterErt þú að vinna innan íþróttahreyfingarinnar eða ungmennafélagshreyfingarinnar ? Þá er næsta ráðstefna Sýnum karakter eitthvað sem þú gætir haft áhuga á. Laugardaginn 5. október fer fjórða Sýnum karakter ráðstefna ÍSÍ og UMFÍ fram. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter? Dagskrá er fjölbreytt og áhugaverð. Flutt verða erindi sem tengjast breyttu keppnisfyrirkomulagi og því hvernig hægt er að virkja og byggja upp karakter hjá börnum og ungmennum.
Nánar ...
27.09.2019

Fræðslufyrirlestrar á Akureyri

Fræðslufyrirlestrar á AkureyriFræðslufyrirlestrar um jákvæð samskipti voru haldnir í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 26. september síðastliðinn. Um var að ræða þrjá fyrirlestra, fyrir iðkendur íþrótta, fyrir foreldra og fyrir þjálfara. Það var Pálmar Ragnarsson sem var með fyrirlestrana við mjög góðar undirtektir þeirra sem þá sóttu. Pálmar hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í þessum fræðum, notkun jákvæðra samskipta við íþróttaþjálfun. Mjög góð þátttaka var á fyrirlestrunum, samtals voru um 340 manns sem mættu og þar af 220 iðkendur íþrótta. Fræðslufyrirlestrarnir eru samstarf ÍSÍ, ÍBA, Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri og var aðgangur ókeypis.
Nánar ...
27.09.2019

Stjórnendanámskeið á Þórshöfn

Stjórnendanámskeið á ÞórshöfnÍSÍ í samstarfi við Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) hélt námskeið um stjórnun á Þórshöfn miðvikudaginn 25. september síðastliðinn. Námskeiðið var jafnt fyrir stjórnendur félaga, fólk í ráðum og nefndum og þjálfara. Farið var yfir ýmsar upplýsingar sem máli skipta við fyrrgreind störf og það er von ÍSÍ og HSÞ að þeir sem sóttu námskeiðið séu einhvers vísari og þar með öruggari í starfi. Seinna námskeiðið innan HSÞ verður á Húsavík í október. Fyrirlesari á námskeiðinu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.
Nánar ...
26.09.2019

Göngum í skólann - Sögur frá skólum

Göngum í skólann - Sögur frá skólumGöngum í skólann verkefnið er í fullum gangi þessa dagana og stendur til 2. október nk. Þónokkrar frásagnir hafa verið sendar inn frá skólum sem tekið hafa þátt í Göngum í skólann.
Nánar ...
26.09.2019

Herferð gegn lyfjamisnotkun

Herferð gegn lyfjamisnotkunLyfjaeftirliti Íslands og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni (WADA) er umhugað um að keppni íþróttafólks sé á jafnréttisgrunni og enginn hafi hag af misnotkun árangursbætandi efna. Ljóst er að baráttan gegn lyfjamisnotkun er ekki verkefni einstakra hópa eða samtaka, ef árangur á að nást þarf samvinnu og samstarf margra einstaklinga og hópa víðs vegar að.
Nánar ...
25.09.2019

Íþróttavika Evrópu - Skautahöllin

Íþróttavika Evrópu - SkautahöllinFrá 23. - 30. september fer fram Íþróttavika Evrópu. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...
25.09.2019

Íþróttafyrirlestrar á Akureyri

Íþróttafyrirlestrar á AkureyriÞann 26. september nk. fara fram þrír fyrirlestrar í Háskólanum á Akureyri um jákvæð samskipti í íþróttum. Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og körfuboltaþjálfari, hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti sem hann hefur flutt víðsvegar um landið. Pálmar fjallar á skemmtilegan hátt um samskipti í íþróttum, hvernig við getum verið góðir liðsfélagar og leiðtogar og náð því besta úr öllum í liðinu. Pálmar er með BS gráðu í sálfræði og hefur starfað sem körfuboltaþjálfari í 13 ár.
Nánar ...