Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

12.02.2015

Samráðsfundur mennta- og menningarmálaráðherra, forystu ÍSÍ og sérsambanda ÍSÍ

Samráðsfundur mennta- og menningarmálaráðherra, forystu ÍSÍ og sérsambanda ÍSÍIllugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra efndi til samráðsfundar með forystu Íþrótta- og Ólympíusambandsins og sérsamböndum ÍSÍ 10. febrúar sl. Fundurinn fór fram í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í upphafi fundarins undirrituðu ráðherra og Lárus L. Blöndal forseti ÍSI samninga við ÍSÍ um rekstrarframlag til ÍSÍ, um stuðning við sérsamböndin, um Afrekssjóð ÍSÍ og um Ferðasjóð íþróttafélaga.
Nánar ...
12.02.2015

Námskeið ungra þátttakenda í Grikklandi

Námskeið ungra þátttakenda í GrikklandiÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 23. maí til 6. júní n.k. Að þessu sinni er þemað Ólympíuhreyfingin og sérstök áhersla er lögð á endurnýjun og aðlögun.
Nánar ...
11.02.2015

Vorfjarnám 2. og 3. stigs hefst mánudaginn 16. febrúar

Vorfjarnám 2. og 3. stigs hefst mánudaginn 16. febrúarVorfjarnám 2. og 3. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst mánudaginn 16. febrúar næstkomandi. Enn er hægt að skrá sig í námið á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Námið er almennur hluti þjálfaramenntunarinnar, sérgreinahluta taka þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ. Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri í síma 514-4000 & 863-1399 eða á vidar@isi.is
Nánar ...
09.02.2015

Fyrirlestrar frá RIG ráðstefnunni nú aðgengilegir á netinu

Um miðjan síðasta mánuð var haldin ráðstefna í tengslum við RIG - Reykjavík International Games þar sem áhersla var lögð á afreksíþróttir og umhverfi þeirra. Ráðstefnan var samvinnuverkefni ÍSÍ, ÍBR og HR. Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru á dagskrá og voru þeir allir teknir upp. Þá má nú finna á vimeó síðu ÍSÍ sem hægt er að nálgast frá heimasíðunni.
Nánar ...
06.02.2015

Vorfjarnám 1. stigs hefst á mánudaginn

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. stigs almenns hluta hefst mánudaginn 9. febrúar. Námið er almennur hluti menntunar íþróttaþjálfara og hefur verið afar vinsælt undanfarin ár. Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinahlutann taka þjálfarar/nemendur hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ. Enn er laust í námið og hægt að skrá sig á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Frekari upplýsingar um námið má m.a. finna í fyrri fréttum hér á isi.is. Allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 460-1467 og 863-1399.
Nánar ...
04.02.2015

Setningarhátíð Lífshlaupsins á vegum ÍSÍ

Setningarhátíð Lífshlaupsins á vegum ÍSÍMikil gleði ríkti í Hamraskóla í morgun þegar Lífshlaupið var ræst í áttunda sinn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Lárus R. Blöndal, forseti ÍSÍ og Anna Bergsdóttir, skólastjóri Hamraskóla ávörpuðu gesti og kepptu í skemmtilegri þraut í anda Skólahreysti.
Nánar ...
01.02.2015

Afreksstyrkir og lyfjaeftirlit

Í ljósi umræðu um styrkveitingu ÍSÍ til Kraftlyftingasambands Íslands vegna íþróttamanns sem er á lista alþjóðasambands vegna brots á lyfjalögum vill Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vekja athygli á eftirfarandi:
Nánar ...