Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
14

10.03.2015

Nýtt starfsfólk ÍSÍ

ÍSÍ hefur ráðið þær Brynju Guðjónsdóttur og Hrund Þorgeirsdóttur í tímabundin verkefni við undirbúning og framkvæmd Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða hér á landi dagana 1.-6. júní. Brynja mun sinna starfi verkefnastjóra sjálfboðaliða í kringum Smáþjóðaleikana 2015 og Hrund mun vinna að undirbúningi leiðakerfis leikanna sem og við skráningar- og hótelmál.
Nánar ...
09.03.2015

Starfsskýrsluskil fyrir 15. apríl nk.

Nú er rúmur mánuður þar til skil á starfsskýrslum til ÍSÍ rennur út. Sambandsaðilum ÍSÍ er skylt, skv. lögum ÍSÍ, að senda framkvæmdastjórn ÍSÍ fyrir 15. apríl árlega starfsskýrslur síðasta árs í gegnum Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ. Aðili, sem ekki skilar skýrslum í tæka tíð missir rétt til þátttöku í íþróttaþingi, svo og í opinberum íþróttamótum þar til skýrslum hefur verið skilað eða samið við framkvæmdastjórn um stuttan frest til þess.
Nánar ...
09.03.2015

95. ársþing UMSS

95. ársþing UMSSUMSS hélt 95. ársþing sitt í Tjarnarbæ laugardaginn 7. mars síðastliðinn í boði Hestamannafélagsins Léttfeta. 33 þingfulltrúar af 58 voru mættir. Þingforsetar voru þeir Gunnar Þór Gestsson og Páll Friðriksson og stýrðu þeir þinginu af mikilli röggsemi. Fjöldi tillagna lá fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar, sumar eftir lítilsháttar breytingar í nefndum. Tvær nýjar tillögur urðu svo til í nefndarstörfum og voru þær báðar samþykktar.
Nánar ...
08.03.2015

Heiðranir á ársþingi LSÍ

Heiðranir á ársþingi LSÍÁrsþing Lyftingasambands Íslands var haldið í gær, 7. mars 2015, í fundasal Lionshreyfingarinnar í Sóltúni 20 í Reykjavík. Formaður setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna, en þingfulltrúar voru 14 frá sjö aðildarfélögum af ellefu. Formaður flutti skýrslu stjórnar og ritari stjórnar gerði grein fyrir reikningum, en í ávarpi formanns var gjaldkera sambandsins, Elísabetar Sóleyjar Stefánsdóttur, minnst en hún lést nýverið eftir harða baráttu við krabbamein.
Nánar ...
04.03.2015

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins Góð mæting var á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins sl. föstudag þar sem fulltrúar frá grunn- og framhaldsskólum og vinnustöðum tóku á móti sínum verðlaunum. Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, ávarpaði gesti.
Nánar ...
04.03.2015

100 dagar til Evrópuleika í Baku

100 dagar til Evrópuleika í BakuFyrstu Evrópuleikarnir fara fram í Baku í Azerbaijan dagana 12. til 28. júní 2015. Í dag eru 100 dagar til leika og haldið verður upp á það um alla Evrópu. Evrópskar ólympíunefndir vekja athygli á deginum hver með sínum hætti. Staðan er misjöfn milli greina hvort búið sé að velja þátttakendur eða ekki.
Nánar ...
03.03.2015

Reinharð endurkjörinn formaður KAÍ

Reinharð endurkjörinn formaður KAÍ28. Karateþing var haldið laugardaginn 28. febrúar síðastliðinn. Svo skemmtilega vildi til að það bar upp á 30 ára afmæli sambandsins sem var stofnað 28. febrúar 1985. Ekki var um átakaþing að ræða en mest umræða fór í Afreksstefnu sambandsins og um undirbúning og framkvæmd á Norðurlandameistaramótinu í karate sem verður haldið hér á landi laugardaginn 11. apríl næstkomandi.
Nánar ...
02.03.2015

Góð mæting á ársþingi UMSK

Góð mæting á ársþingi UMSK91. ársþing UMSK var haldið í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ 26. febrúar sl. Valdimar Leó Friðriksson var endurkjörinn formaður sambandsins. Vel var mætt á þingið en sjötíu fulltrúar mættu frá sautján félögum en rétt til setu á þinginu hafa fulltrúar aðildarfélaganna á sambandssvæði UMSK sem nær yfir Kópavog, Garðabæ, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjós.. Tvö ný félög, Lyftingafélag Garðabæjar og Lyftingafélag Kópavogs, voru tekin inn í sambandið.
Nánar ...