Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

26.11.2018

Haustfjarnámi í þjálfaramenntun lokið

Haustfjarnámi í þjálfaramenntun lokiðHaustannarfjarnámi ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið. Alls 46 nemendur ljúka námi á 1. stigi ÍSÍ, almennum hluta sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Nemendur komu úr mörgum mismunandi íþróttagreinum s.s. fimleikum, frjálsíþróttum, körfuknattleik, handknattleik, júdó, dansíþróttum, sundi, skíðaíþróttum, knattspyrnu, skautaíþróttum, siglingum og blaki. Sérgreinaþátt námsins taka nemendur hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ.
Nánar ...
23.11.2018

Aðvörun vegna fyrirmælafalsana

Aðvörun vegna fyrirmælafalsanaBorið hefur á því að forsvarsmenn íþróttafélaga fái tölvupóst sem virðist vera frá formanni eða framkvæmdastjóra viðkomandi félags þar sem óskað er eftir því að ákveðin upphæð verði millifærð á uppgefinn bankareikning. Vitað er um nokkur íþróttafélög sem tapað hafa umtalsverðu fé í svikum sem þessum.
Nánar ...
21.11.2018

Máni Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Máni Fyrirmyndarfélag ÍSÍHestamannafélagið Máni í Reykjanesbæ fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi þriðjudaginn 20. nóvember síðastliðinn. Máni var eitt af fyrstu íþróttafélögunum innan ÍSÍ sem fékk þessa viðurkenningu og fyrsta hestamannafélagið. Félagið hefur endurnýjað viðurkenninguna allar götur síðan. Það var Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ sem afhenti formanni félagsins, Gunnari Eyjólfssyni viðurkenninguna ásamt fána fyrirmyndarfélaga. Myndirnar eru frá afhendingunni.
Nánar ...
20.11.2018

Siðareglur ÍSÍ

Siðareglur ÍSÍ Í kjölfar #églíka frásagna íþróttakvenna snemma á þessu ári var ákveðið að endurskoða siðareglur ÍSÍ, líkt og flest annað fræðsluefni ÍSÍ.
Nánar ...