Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

07.05.2021

Þingdagur í dag!

Þingdagur í dag!Í dag, 7. maí, fer 75. Íþróttaþing ÍSÍ fram í formi fjarþings, í fyrsta skipti í sögu sambandsins. Sambandsaðilar ÍSÍ, þ.e. sérsambönd og íþróttahéruð, eiga samtals rétt á 222 atkvæðisbærum fulltrúum á þinginu og til viðbótar á Íþróttamannanefnd ÍSÍ tvo atkvæðisbæra fulltrúa.
Nánar ...
06.05.2021

Kosning í íþróttamannanefnd ÍSÍ

Kosning í íþróttamannanefnd ÍSÍFimmtudaginn 29. apríl síðastliðinn fór fram fyrsti kosningafundur Íþróttamannanefndar ÍSÍ. Kosningafundurinn var haldinn með rafrænum hætti. Íþróttamannanefnd ÍSÍ starfar samkvæmt reglugerð en hlutverk nefndarinnar er að vera málsvari íþróttamanna í samskiptum við ÍSÍ. Í nefndinni skulu sitja fimm meðlimir og er samsetning hennar skv. skilyrðum reglugerðarinnar. Kosningar til Íþróttamannanefndar fara fram annað hvert ár á sérstökum kosningafundi. Hvert sérsamband ÍSÍ getur tilnefnt karl og konu, sem uppfyllir þátttökuskilyrði sem fulltrúi sérsambandsins, á kosningafundinn og hefur hvert sérsamband því tvö atkvæði á fundinum.
Nánar ...
06.05.2021

Ársskýrsla ÍSÍ 2021

Ársskýrsla ÍSÍ 202175. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram á morgun 7. maí og verður þingsetning kl. 16:00. Þingið verður fjarþing og er það í fyrsta skipti í sögu sambandsins sem þingið er haldið í því formi.
Nánar ...
05.05.2021

Hjólað í vinnuna er hafið!

Hjólað í vinnuna er hafið!Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ræsti Hjólað í vinnuna með hátíðlegum hætti í morgun, í Þróttarheimilinu í Laugardal. Verkefnið stendur yfir dagana 5. - 25. maí. Vegna samkomutakmarkana var setningarhátíðin einungis opin boðsgestum að þessu sinni.
Nánar ...
03.05.2021

Ásdís Rósa heiðruð á ársþingi HNÍ

Ásdís Rósa heiðruð á ársþingi HNÍÁsdís Rósa Gunnarsdóttir, fyrrum formaður HNÍ, var sæmd Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu hnefaleikaíþróttarinnar við þingsetningu. Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sótti þingið af hálfu ÍSÍ, flutti ávarp og afhenti Ásdísi Rósu heiðursviðurkenninguna. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri.
Nánar ...
03.05.2021

Mjög jákvætt að vera Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Mjög jákvætt að vera Fyrirmyndarhérað ÍSÍ"Við hjá ÍBA erum bjartsýn á komandi tíma og erum heilt yfir mjög ánægð með hversu vel aðildarfélögin hafa staðið sig á erfiðum tímum. ÍBA er Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og aðildarfélögum með viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélög ÍSÍ fjölgar hratt þessi misserin. Við teljum það mjög jákvætt í alla staði enda eykur það fagmennsku enn frekar í okkar öfluga íþróttastarfi", sagði Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA loknu þingi.
Nánar ...
01.05.2021

Héraðsþing HSK haldið sem fjarþing

Héraðsþing HSK haldið sem fjarþing99. héraðsþing HSK var haldið sem fjarþing 29. apríl síðastliðinn. Þingið stóð í einn og hálfan tíma og gekk ljómandi vel. Því var stýrt úr Selinu á Selfossi og mættu 79 fulltrúar og gestir rafrænt. Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ.
Nánar ...