Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

07.06.2021

Aukin fagmennska í öflugu íþróttastarfi

Aukin fagmennska í öflugu íþróttastarfiÍþróttabandalag Akureyrar, eitt af níu Fyrirmyndarhéruðum ÍSÍ, vinnur markvisst að því að öll aðildarfélög bandalagsins hljóti gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Bandalagið sjálft hlaut viðurkenninguna í desember 2019 og var með því fjórða íþróttahéraðið til að hljóta viðurkenninguna.
Nánar ...
07.06.2021

Jóhanna áfram formaður USÚ

Jóhanna áfram formaður USÚÁrsþing USÚ, það 88. í röðinni fór fram í Mánagarði í Nesjum þriðjudaginn, 1. júní. 28 fulltrúar af 49 mættu og öll félög nema eitt sendu fulltrúa. Í upphafi þings var Ingvars Más Guðjónssonar minnst, en hann féll frá langt fyrir aldur fram í desember síðastliðnum. Ingvar var afar virkur í starfi Ungmennafélagsins Mána síðustu mörg ár og varamaður í stjórn síðasta ár.
Nánar ...
04.06.2021

#metoo/#églíka

#metoo/#églíkaÁ undanförnum vikum hefur umræða um kynbundið ofbeldi blossað upp á ný. Þolendur stíga fram, skila skömminni á réttan stað og krefjast breytinga í samfélaginu. Líkt og í fyrri bylgju #metoo/#églíka hafa komið upp á yfirborðið frásagnir af kynferðisbrotum í íþróttastarfi og einnig hefur verið bent á að kvenfyrirlitningu megi finna alltof víða í karlaklefum landsins.
Nánar ...
04.06.2021

Jákvæðni og bjartsýni á ársþingi UÍF

Jákvæðni og bjartsýni á ársþingi UÍF Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar hélt ársþing sitt að Hóli í Siglufirði 3. júní síðastliðinn. Ársþingið gekk afar vel fyrir sig og mátti greina jákvæðni og bjartsýni um komandi tíma hjá þingfulltrúum.
Nánar ...
02.06.2021

Stjórn endurkjörin á sundþingi SSÍ

Stjórn endurkjörin á sundþingi SSÍ64. ársþing Sundsambands Íslands fór fram 1. júní í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Björn Sigurðsson var endurkjörinn formaður sambandsins sem og stjórnin öll. Þingforsetar voru þau Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri SSÍ og Hörður Þorsteinsson formaður Badmintonfélags Hafnarfjarðar en þau eru bæði nýkjörin í framkvæmdastjórn ÍSÍ.
Nánar ...
01.06.2021

Héraðsþing HSH var fámennt en góðmennt

Héraðsþing HSH var fámennt en góðmenntHéraðsþing Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH) fór fram þann 27. maí síðastliðinn í golfskála Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði. Tvö þing voru slegin saman í eitt þar sem ekki tókst að halda þing í fyrra.
Nánar ...