Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
16

07.01.2014

Undirritun samstarfssamninga til 2016

Undirritun samstarfssamninga til 2016Þann 28. desember síðastliðinn voru undirritaðir samstarfssamningar á milli ÍSÍ og þeirra fjögurra fyrirtækja sem staðið hafa að Ólympíufjölskyldu ÍSÍ undanfarin ár.
Nánar ...
06.01.2014

Kristín Rós í Heiðurshöll ÍSÍ

Kristín Rós í Heiðurshöll ÍSÍÞann 28. desember sl. var Kristín Rós Hákonardóttir sundkona útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ. Kristín Rós Hákonardóttir er fædd 18. júlí 1973. Hún hefur verið lömuð frá því hún var 18 mánaða en þá fékk hún vírus sem gerði það að verkum að hún varð spastísk vinstra megin. Kristín Rós hóf ung að æfa sund árið 1982 hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) og lauk keppnisferlinum 22 árum síðar.
Nánar ...
06.01.2014

Íþróttamaður ársins - Ávarp forseta ÍSÍ

Íþróttamaður ársins - Ávarp forseta ÍSÍÉg býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar hátíðar Íþróttamanns ársins – sem nú er haldin í 19. sinn í samstarfi við Samtök íþróttafréttamanna. Vil ég færa þeim þakkir fyrir gott samstarf og einnig RÚV sem sér um sviðsmynd og útsendingar frá hátíðinni.
Nánar ...
06.01.2014

Ísólfur Líndal Íþróttamaður USVH

Ísólfur Líndal Íþróttamaður USVHÍþróttamaður Ungmennasambands V-Húnvetninga 2013 var kjörinn Ísólfur Líndal Þórisson hestaíþróttamaður hjá Hestamannafélaginu Þyt. Ísólfur hefur skipað sér í raðir fremstu hestamanna landsins á undanförnum árum og var hann sigursæll á árinu 2013.
Nánar ...
06.01.2014

Snjólaug María Íþróttamaður USAH

Snjólaug María Íþróttamaður USAHSkotíþróttakonan Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi var valin Íþróttamaður Ungmennasambands A-Húnvetninga 2013 nú um áramótin. Sjö tilnefningar bárust frá aðildarfélögum sambandsins og varð Snjólaug María hlutskörpust en hún varð bæði Íslandsmeistari og Bikarmeistari í leirdúfuskotfimi (Skeet) á síðasta keppnistímabili.
Nánar ...
06.01.2014

Björn Daníel og Hrafnhildur íþróttafólk Hafnarfjarðar 2013

Björn Daníel og Hrafnhildur íþróttafólk Hafnarfjarðar 2013Þann 30. desember sl. fór fram viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar. Tuttugu og tveir einstaklingar voru tilnefndir til kjörs á Íþróttakonu og Íþróttakonu Hafnarfjarðar 2013. Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar hreppti titilinn Íþróttakona Hafnarfjarðar 2013 og Björn Daníel Sverrisson knattspyrnumaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar hlaut titilinn Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2013.
Nánar ...
03.01.2014

Ásdís þakkar stuðninginn

Ásdís þakkar stuðninginnAfreksíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari heimsótti skrifstofu ÍSÍ morgun og færði sambandinu að gjöf áritaða mynd með kveðju og þökkum fyrir stuðninginn á árinu 2013. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ tók við gjöfinni og var meðfylgjandi mynd tekin við þetta tækifæri. Ásdís stundar íþrótt sína í Sviss undir leiðsögn þjálfarans Terry McHugh en hún er þar einnig við nám. ÍSÍ óskar Ásdísi, sem og öðru íþróttafólki, góðs gengis á árinu 2014.
Nánar ...
01.01.2014

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár!Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar sambandsaðilum sínum og aðildarfélögum þeirra, sem og landsmönnum öllum gleðilegs árs! Megi árið 2014 verða ykkur öllum gæfuríkt og farsælt í leik og starfi.
Nánar ...