Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.10.2020 - 03.10.2020

Ársþing FRÍ 2020

Ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands verður...
16.10.2020 - 16.10.2020

Ársþing LH 2020

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
27

24.02.2020

74. ársþing KSÍ

74. ársþing KSÍ74. ársþing Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) fór fram þann 22. febrúar í Klifi, Ólafsvík. Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og er hægt að lesa um afgreiðslu þeirra hér á vefsíðu KSÍ.
Nánar ...
23.02.2020

Lífshlaupið senn á enda

Lífshlaupið senn á endaLífshlaupið er enn í gangi og um að gera að skrá sína hreyfingu og vera með. Vinnustaðakeppninni lýkur á miðnætti á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar.
Nánar ...
21.02.2020

Einungis nokkrir dagar eftir af Lífshlaupinu

Einungis nokkrir dagar eftir af LífshlaupinuLífshlaupið er enn í gangi og um að gera að skrá sína hreyfingu og vera með. Vinnustaðakeppninni líkur á miðnætti þriðjudaginn 25. febrúar nk. Verið dugleg að skrá hreyfinguna ykkar, það er ekki hægt að breyta/bæta við eftir 25. febrúar. Munið að öll hreyfing hjálpar liðinu þó að fólk sé ekki að hreyfa sig á hverjum degi.
Nánar ...
19.02.2020

Íslenskt frjálsíþróttafólk í Bandaríkjunum

Íslenskt frjálsíþróttafólk í BandaríkjunumFjöldi íslensks frjálsíþróttafólks stundar nám og keppir fyrir bandaríska háskóla. Innanhúss tímabilið þar er nú í fullum gangi og er okkar fólk að gera flotta hluti. Margir hafa verið að bæta sín persónulegu met, aldursflokkamet og færast ofar á íslenska afrekalistanum.
Nánar ...
19.02.2020

Felix - Starfsskýrsluskil

Felix - Starfsskýrsluskil​Opnað hefur verið fyrir skil á starfsskýrslum í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert í gegnum Felix kerfið.
Nánar ...
19.02.2020

Merki Smáþjóðaleikanna í Andorra 2021

Merki Smáþjóðaleikanna í Andorra 2021Nýlega birti skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna í Andorra 2021 merki leikanna, sem munu fara fram í maí/júní 2021. Mun þetta vera í þriðja sinn sem Andorra heldur Smáþjóðaleika, en leikarnir fóru fram í Andorra árin 1991 og 2005. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, hjólreiðar, fimleikar, boules, karate og taekwondo.
Nánar ...
18.02.2020

Síðasti dagur í grunn- og framhaldsskólakeppni Lífshlaupsins

Síðasti dagur í grunn- og framhaldsskólakeppni LífshlaupsinsÍ dag er síðasti keppnisdagur í grunn- og framhaldsskólakeppni Lífshlaupsins. Nú er því tíminn fyrir nemendur á öllum stigum að ljúka sínum lokaspretti í Lífshlaupinu. ÍSÍ brýnir einnig fyrir öllum sem annast skráningar á hreyfingu að ljúka sínum innskráningarverkum sem fyrst þannig að engin hreyfing verði skilin eftir óskráð ef skólar eru t.d. í vetrarfríi.
Nánar ...
18.02.2020

Langar þig til Grikklands?

Langar þig til Grikklands?Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir einum þátttakanda til að vera fulltrúi ÍSÍ á námskeiði Alþjóðaólympíuakademíunnar (IOA) sem fram fer 23. maí til 3. júní bæði í Aþenu og í Ólympíu. Þemað í ár er ólympismi og húmanismi. Fræðslan fer fram í fyrirlestrum, hópavinnu, fræðsluferðum og með íþróttaþátttöku. Á hverju sumri býður IOA ungum þátttakendum á aldrinum 20-35 ára að taka þátt í tveggja vikna námskeiði þar sem þau fá fræðslu um ólympismann og Ólympíuhreyfinguna.
Nánar ...