Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

03.12.2013

Formannafundur ÍSÍ

Árlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn föstudaginn 29. nóvember sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga, þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ gefur skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og verkefni á milli þinga. Í upphafi fundar minntust fundargestir látinna félaga úr íþróttahreyfingunni og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ flutti minningarorð um Ólaf E. Rafnsson forseta ÍSÍ sem varð bráðkvaddur 19. júní sl. Að loknum fundi bauð ÍSÍ fundargestum til kvöldverðar í Café Easy.
Nánar ...
03.12.2013

ÍSÍ-fréttir

ÍSÍ-fréttir komu út föstudaginn 29. nóvember sl. og er hægt að nálgast vefútgáfu af blaðinu. Þar má meðal annars lesa pistil Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ og fréttir af margvíslegum verkefnum ÍSÍ síðustu mánuði.
Nánar ...
02.12.2013

Fjármálaráðstefna ÍSÍ vel sótt

Fjármálaráðstefna ÍSÍ vel sóttFjármálaráðstefna ÍSÍ var haldin föstudaginn 29. nóvember sl. í Laugardalshöll og var vel sótt. Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ fór yfir lykiltölur úr rekstri íþróttahreyfingarinnar en tölurnar eru unnar upp úr Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ. Fulltrúar fimm íþróttafélaga á landsvísu héldu erindi um ýmsa þætti í rekstri síns félags og ytra umhverfi þeirra.
Nánar ...
29.11.2013

Fjármálaráðstefna ÍSÍ og Formannafundur ÍSÍ

Það er í nógu að snúast í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Fjármálaráðstefna ÍSÍ verður haldin í Laugardalshöll kl. 13:00 - 16:00 og í kjölfarið, eða kl. 16:30 hefst árlegur Formannafundur ÍSÍ í E-fundarsal ÍSÍ í Laugardal.
Nánar ...
28.11.2013

Kraftlyftingadeild Breiðabliks Fyrirmyndardeild ÍSÍ

Kraftlyftingadeild Breiðabliks Fyrirmyndardeild ÍSÍKraftlyftingadeild Breiðabliks fékk viðurkenningu sem fyrirmyndardeild ÍSÍ laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn á Bikarmóti KRAFT sem haldið var í Smáranum. Kraftlyftingadeildin er þriðja deildin/félagið sem fær viðurkenningu fyrirmyndarfélaga frá ÍSÍ innan þessarar íþróttagreinar. Það var Sigríður Jónsdóttir sem afhenti viðurkenninguna í hléi á mótinu. Á myndinni eru frá vinstri, Auðunn Jónsson varaformaður kraftlyftingadeildarinnar, Róbert Kjaran ritari deildarinnar, Ragnheiður Halldórsdóttir úr aðalstjórn Breiðabliks og jafnframt verkefnisstjóri verkefnisins Breiðablik sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Kristján Jónatansson framkvæmdastjóri Breiðabliks, Orri Hlöðversson formaður Breiðabliks og Sigríður Jónsdóttir formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ.
Nánar ...
26.11.2013

Samstarfssamningur Beiersdorf og Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ

Samstarfssamningur Beiersdorf og Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍSjóva Kvennahlaup ÍSÍ verður 25 ára á næsta ári og mun hlaupið fara fram laugardaginn 14. júní 2014. Undirbúningur fyrir hlaupið er kominn á fullt og í dag var undirritaður samstarfssamningur við Beiersdorf vegna aðkomu þeirra að Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ. Samstarfssamningurinn felur í sér að merki NIVEA verður á annarri ermi Kvennahlaupsbolsins sem og á völdu kynningarefni í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. Beiersdorf mun gefa þátttakendum í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ 2014 glaðning að hlaupi loknu og mun einnig gefa öllum framkvæmdaaðilum Kvennahlaupsins á Íslandi veglegar jólagjafir. Beiersdorf hefur verið samstarfsaðili Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ frá árinu 2011 og er Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ afar ánægð með áframhaldandi samstarf. Á meðfylgjandi mynd má sjá Ólaf Gylfason sem skrifaði undir fyrir hönd Beiersdorf og Kristínu Lilju Friðrksdóttur sem skrifaði undir fyrir hönd ÍSÍ.
Nánar ...
26.11.2013

Málþing ÍBA

Málþing ÍBAÍþróttabandalag Akureyrar stóð fyrir málþingi um íþróttaiðkun barna og forvarnir föstudaginn 22. nóvember s.l.
Nánar ...
26.11.2013

Lárus Páll endurkjörinn formaður LSÍ

Lárus Páll endurkjörinn formaður LSÍÁrsþing Lyftingasambands Íslands var haldið laugardaginn 23. nóvember sl. Um var að ræða afmælisþing sambandsins, sem fagnaði 40 ára afmæli á árinu. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra var gestur þingsins og ávarpaði þingfulltrúa og gesti við þingsetningu.
Nánar ...
25.11.2013

Fjármálaráðstefna ÍSÍ 2013

Fjármálaráðstefna ÍSÍ 2013Fjármálaráðstefna ÍSÍ verður haldin í Laugardalshöll föstudaginn 29. nóvember næstkomandi kl. 13:00-16:00. Ráðstefnan mun að þessu sinni fjalla um rekstrarumhverfi íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar í heild sinni.
Nánar ...
25.11.2013

Aðalfundur GSSE

Aðalfundur GSSEAðalfundur GSSE - Games of the Small States of Europe (Smáþjóðaleikar) var haldinn í Róm 22. nóvember sl. þar sem Lárus L. Blöndal tók formlega við sem forseti samtakanna. Á fundinum voru samþykktar breytingar á lögum samtakanna, sem meðal annars fela í sér að aðalfundur verður nú haldinn árlega en ekki annað hvert ár eins og verið hefur til þessa.
Nánar ...