Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

24.01.2017

Skipting ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ 2017

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi 19. janúar sl. tillögur fjármálaráðs ÍSÍ um úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ sbr. hér neðar. Framlag á fjárlögum 2017 er nú 95,0 m.kr. sem er 10,0 m.kr. hækkun frá árinu 2016. Áhersla með styrknum er sem fyrr að vinna að því grundvallaráhersluatriði sem sett var í upphafi að hvert sérsamband fengi til framtíðar framlag til að standa undir nauðsynlegri þjónustu við sambandsaðila með rekstri eigin skrifstofu. Á árinu 2016 var stofnað eitt nýtt sérsamband, Þríþrautarsamband Íslands, og sérsamböndin því orðin alls 32 talsins.
Nánar ...
20.01.2017

Viðurkenningar veittar í Vestmannaeyjum

Viðurkenningar veittar í VestmannaeyjumBáðar deildir ÍBV íþróttafélags, knattspyrnudeild og handknatttleiksdeild, fengu endurnýjun viðurkenninga deildanna sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á viðburði Íþróttabandalags Vestmannaeyja miðvikudaginn 17. janúar sl.
Nánar ...
18.01.2017

Hádegisfundur - Að leysa úr samskiptavanda

Hádegisfundur - Að leysa úr samskiptavandaÍSÍ stendur fyrir hádegisfundi þriðjudaginn 24. janúar kl.12:00 í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar. Þar mun Björg Jónsdóttir frá Erindi segja frá tilboði sem íþróttafélögum stendur til boða ef upp koma samskiptavandamál, eins og eineltismál. Erindi býður upp á ókeypis ráðgjöf, fræðslu og aðstoð við gerð eineltisáætlunar fyrir íþróttafélög. Með Björgu á fundinum verður Dagný Kristinsdóttir formaður Aftureldingar en félagið er fyrsta félagið til að skrifa undir samstarfssamning við Erindi. Fjármagnið sem Erindi hefur til umráða er takmarkað og því gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Skráning fer fram hér. Aðgangur er ókeypis. Sent verður út beint frá fundinum á facebook síðu ÍSÍ.
Nánar ...
16.01.2017

Astmi og íþróttir

Astmi og íþróttirHægt er að lesa sér til um astma og íþróttaiðkun í bæklingnum Astmi og íþróttir sem ÍSÍ og Astma- og ofnæmisfélag Íslands gaf út árið 2014.
Nánar ...
13.01.2017

Ráðstefna um lyfjamál

Ráðstefna um lyfjamálÍ tengslum við WOW Reykjavik International Games 2017 standa ÍSÍ og ÍBR fyrir ráðstefnu um lyfjamál í íþróttum. Þar munu þrír einstaklega áhugaverðir fyrirlesarar flytja erindi.
Nánar ...
13.01.2017

Vorfjarnám í þjálfaramenntun

Vorfjarnám í þjálfaramenntunVorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 6. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 25.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 22.000.- og öll námskeiðsgögn innifalin.
Nánar ...
12.01.2017

Undirritun samstarfssamnings við Sænsk-íslenska

Undirritun samstarfssamnings við Sænsk-íslenskaÁ dögunum var skrifað undir samning við Sænsk-íslenska ehf. um kaup á bolum fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2017. Undirbúningur fyrir hlaupið er kominn á fullt en hlaupið mun fara fram 18. júní 2017. Það voru þær Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og Björg Gunnarsdóttir frá Sænsk-íslenska ehf. sem undirrituðu samstarfssamninginn.
Nánar ...
10.01.2017

Yfirlýsing frá Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ

Með vísan í viðtal við mig á Stöð2 í gærkvöldi varðandi úthlutun úr Afrekssjóði og umræðna sem um það hefur sprottið í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Mér finnst leitt að orð mín hafi misskilist og að einhverjum finnist ég hafa haft í hótunum við þau tvö sambönd sem lýstu yfir óánægju með úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ. Það var alls ekki meining mín og vil ég biðja þá hina sömu afsökunar á því að orða hug minn ekki betur.
Nánar ...
10.01.2017

3 ár í Ólympíuleika ungmenna

Þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna fara fram í Lausanne í Sviss frá 10. janúar til 19. janúar 2020. Í dag eru þrjú ár þar til leikarnir verða settir, eða 1097 dagar.
Nánar ...
09.01.2017

Síðasti skiladagur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga

Í dag er síðasti skiladagur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga en skila má umsóknum til miðnættis í kvöld en þá verður lokað sjálfvirkt fyrir umsóknir. Ekki er unnt að taka á móti umsóknum eftir að kerfinu hefur verið lokað. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót.
Nánar ...
06.01.2017

Lífshlaupið hefst 1. febrúar

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Opnað hefur verið fyrir skráningar í Lífshlaupið 2017.
Nánar ...