Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

30.01.2019

Súpufundur - Almenn fræðsla og reynslusögur um heilahristing

Súpufundur - Almenn fræðsla og reynslusögur um heilahristingMiðvikudaginn 6. febrúar frá 12:00-13:00 munu ÍSÍ og KSÍ standa fyrir súpufundi á 3.hæð í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Viðfangsefnið er höfuðhögg/heilahristingur í íþróttum. Þar mun Lára Ósk Eggertsdóttir Classens sem er læknir á bráðamóttöku halda fyrirlestur og Ragna Margrét Brynjarsdóttir, mastersnemi í sálfræði og María Björnsdóttir sjúkraþjálfari segja reynslusögur, en þær eru báðar körfuboltakonur sem fengu heilahristing í fyrra. Frítt er á viðburðinn og boðið verður upp á súpu og brauð.
Nánar ...
28.01.2019

ÍSÍ á afmæli í dag

ÍSÍ á afmæli í dagÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ, fagnar 107 ára afmæli sínu í dag 28. janúar 2019 en sambandið var stofnað þann dag í Bárubúð árið 1912. Alls mættu 25 fulltrúar frá sjö félögum á stofnfund sambandsins en það voru fulltrúar frá Reykjavíkurfélögunum Glímufélaginu Ármanni, Íþróttafélaginu Kára, Íþróttafélagi Reykjavíkur, Knattspyrnufélaginu Fram, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, Umf. Reykjavíkur og Umf. Iðunni. Að auki var á fundinum lögð fram ósk frá fimm félögum í viðbót að gerast stofnfélagar sambandins. Það voru félögin Skautafélag Reykjavíkur, Sundfélagið Grettir og Akureyrarfélögin Íþróttafélagið Grettir, Glímufélagið Héðinn og Umf. Akureyrar. Axel Tulinius var kosinn fyrsti forseti ÍSÍ.
Nánar ...
28.01.2019

Íþróttamaður HSH 2019

Íþróttamaður HSH 2019Vignir Snær Stefánsson knattspyrnumaður frá Víking Ólafsvík, var kjörinn Íþróttamaður HSH 2018 í Stykkishólmi þann 25. janúar sl. Annað íþróttafólk var einnig heiðrað fyrir góðan árangur í sinni íþróttagrein auk þess sem veitt var viðurkenning fyrir vinnuþjark ársins.
Nánar ...
28.01.2019

Vorfjarnám í þjálfaramenntun hefst 11. febrúar

Vorfjarnám í þjálfaramenntun hefst 11. febrúarVorfjarnám 1. og 2. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 11. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Nánar ...
24.01.2019

Taktu þátt í Lífshlaupinu

Taktu þátt í LífshlaupinuSkráning er í fullum gangi fyrir Lífshlaupið 2019. Keppnin stendur yfir frá 6. - 26. febrúar fyrir vinnustaði og frá 6. - 19. febrúar fyrir grunn- og framhaldsskóla. Á meðan á Lífshlaupinu stendur eru allir hvattir til að deila myndum af þátttöku sinni í gegnum vefsíðu Lífshlaupsins hér og einnig á Facebook eða Instagram með myllumerkinu #lifshlaupid. Allir myndasmiðir fara í lukkupott í myndaleik Lífshlaupsins og eiga möguleika á að vera dregnir út og vinna flotta vinninga. Þá verða einnig flottustu myndirnar verðlaunaðar sérstaklega í lok keppninnar og því er um að gera að taka myndarlega á því við myndasmíðina.
Nánar ...
24.01.2019

Ráðstefna um íþróttir og ofbeldi 30. janúar

Ráðstefna um íþróttir og ofbeldi 30. janúarRáðstefnan „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?- vinnum gegn því“ fer fram miðvikudaginn 30. janúar frá kl. 10:30 – 17:30 í Háskólanum í Reykjavík og er hluti af dagskrá Reykjavíkurleikanna. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar munu deila reynslu sinni, sögum og fræðum. Bakgrunnur fyrirlesara er mjög fjölbreyttur allt frá fræðimönnum sem hafa rannsakað málefnið um árabil til forsvarsmanna í íþróttahreyfingunni sem vinna að forvörnum og fræðslu og þolenda af báðum kynjum sem segja sína sögu. Einnig verður boðið verður upp á þrjár vinnustofur um málefnið fimmtudaginn 31.janúar í íþróttamiðstöðinni í Laugardal frá kl. 10-12 þar sem áhersla verður á greiningu og viðbrögð, samvinnu að öruggara umhverfi og öflugri forvarnir.
Nánar ...
22.01.2019

150 dagar til Evrópuleika

150 dagar til EvrópuleikaEvrópuleikarnir 2019 fara fram í borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 21.-30. júní nk. Í dag eru 150 dagar þar til leikarnir verða settir.
Nánar ...
21.01.2019

Íþróttameiðsli og fyrirbyggjandi æfingar

Íþróttameiðsli og fyrirbyggjandi æfingarVefsíðan fittoplay.org er einstaklega áhugaverð síða sem snýr meðal annars að fyrirbyggjandi æfingum gegn meiðslum íþróttafólks. Þar má finna upplýsingar um algeng meiðsli í yfir 50 íþróttagreinum og 11 líkamshlutum. Þar má einnig sjá æfingar sem koma sér vel fyrir íþróttafólk í endurhæfingu.
Nánar ...
21.01.2019

Íslenskir afreksþjálfarar fá fræðslu

Íslenskir afreksþjálfarar fá fræðsluÍSÍ hefur átt fulltrúa í norrænni nefnd um þjálfaramenntun og þróun hennar í allmörg ár. Nefndin er nú með verkefni í gangi þar sem fimm afreksþjálfarar frá hverju landi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi fá sérstaka fræðslu, bæði í sínum heimalöndum og svo á tveggja daga fræðslufundi í Olympiatoppen í Noregi í lok janúar. Þjálfararnir sem taka þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands eru þau Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir SSÍ, Finnur Freyr Stefánsson KKÍ, Haukur Már Ólafsson GSÍ, Hermann Þór Haraldsson ÍF og Jón Gunnlaugur Viggósson HSÍ. Þjálfararnir fimm sátu fræðslufund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal föstudaginn 18. janúar síðastliðinn. Fyrirlesarar voru þeir Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur og Daði Rafnsson íþróttasálfræðingur. Fulltrúi ÍSÍ í norrænu nefndinni er Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri og mun hann fara með þjálfarahópnum til Noregs.
Nánar ...
21.01.2019

Samningur ÍSÍ og Air Iceland Connect

Samningur ÍSÍ og Air Iceland ConnectÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Air Iceland Connect (AIC) hafa nú gert með sér samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna sem gildir til 31. janúar 2020. Samstarf ÍSÍ og AIC, hefur verið langt og farsælt. Þátttaka í íþróttastarfi á Íslandi felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög og mikilvægt er að búa við öruggar og reglubundnar flugsamgöngur á milli landshluta. Líney R. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Árni Gunnarsson forstjóri AIC undirrituðu samninginn formlega í gær.
Nánar ...
18.01.2019

Ráðstefnan Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

Ráðstefnan Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?Ráðstefnan Eru íþróttir leikvangur ofbeldis? fer fram miðvikudaginn 30. janúar frá kl. 10:30 – 17:30 í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við Reykjavík International Games. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar munu deila reynslu sinni, sögum og fræðum.
Nánar ...