Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

16.05.2024 - 16.05.2024

Ársþing FSÍ 2024

Ársþing Fimleikasambands Íslands (FSÍ) verður...
17

02.09.2013

Fjölbreytt efni á heimasíðunni

Ýmsar upplýsingar og fræðsluefni er að finna hér á heimasíðu ÍSÍ sem nýtast geta foreldrum, þjálfurum og stjórnendum íþróttafélaga og héraðssambanda.
Nánar ...
29.08.2013

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppniHjólum í skólann er nýtt verkefni á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ þar sem framhaldsskólar landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast í og úr skóla. Hjólum í skólann fer fram í fyrsta skipti dagana 16. - 20. september 2013 í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna, en stefnt er að því að keppnin verði árviss viðburður á samgönguviku. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hafkvæmum samgöngumáta. Hjólum í skólann er samstarfsverkefni ÍSÍ, Hjólafærni á Íslandi, Embætti Landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Samstarfshópur varð til um verkefnið af frumkvæði Hjólafærni á Íslandi
Nánar ...
28.08.2013

Sumarfjarnámi 1. stigs lokið með frábærri þátttöku!

Sumarfjarnámi 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið með frábærri þátttöku verðandi eða starfandi þjálfara á öllum aldri. Alls hófu 45 nemendur námið og komu þeir frá fjölda íþróttagreina og eru búsettir víða um land. Mikið og lærdómsríkt spjall var á spjallsvæði námsins allan tímann. Það er von ÍSÍ að nemendur standi nú mun betur að vígi hvað varðar íþróttaþjálfun og áframhaldandi nám í þjálfaramenntun.
Nánar ...
28.08.2013

Göngum í skólann hefst 4. september

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í sjöunda sinn miðvikudaginn 4. september næst komandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ferðast með virkum og öruggum hætti í skólann. Á vef Samgöngustofu má lesa frétt um mikilvægi þess að kenna börnum á umferðina, en þar eru meðal annars talin upp 10 góð ráð sem mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn hafi í huga og fræði börnin sín um. Á síðasta ári tóku milljónir barna frá yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi voru 63 skólar skráðir til leiks og hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt gegnum árin, en fyrsta árið voru þátttökuskólar 26. Þeir skóla sem ætla að taka þátt í Göngum í skólann þurfa að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á orvar@isi.is í síðasta lagi í dag, miðvikudaginn 28. ágúst. Ekkert kostar að skrá sig. Að Göngum í skólann verkefninu standa eftirtaldir aðilar: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Samgöngustofa, Embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóli og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
Nánar ...
16.08.2013

Heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

Almenningsíþróttasvið ÍSÍ hefur það meðal annars að markmiði að efla hreyfingu og heilbrigða lífshætti hjá landsmönnum á öllum aldri. Helstu verkefni sviðsins veturinn 2013 – 2014 eru: Göngum í skólann, hvatning til grunnskóla sem stendur yfir frá 4. september – 3. október. Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni fer fram í fyrsta skipti dagana 16. – 20. september í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna sem stendur yfir frá 16. – 22. september. Lífshlaup framhaldsskólanna fer fram í annað skiptið dagana 3. – 16. október. Vinnustaða- og grunnskólakeppni Lífshlaupsins hefst 5. febrúar, Hjólað í vinnuna verður ræst 7. maí og Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í júní en Kvennahlaupið verður 25 ára árið 2014. Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á heimasíðum þeirra og hér á heimasíðu ÍSÍ undir Almenningsíþróttasvið.
Nánar ...
30.07.2013

Heimsmeistara fagnað

Heimsmeistara fagnaðÍslensku keppendurnir sem tóku þátt í Heimsmeistaramóti fatlaðra íþróttamanna í Lyon í Frakklandi eru komin aftur til landsins. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ tóku á móti íslenska hópnum í Leifsstöð á sunnudag og færðu þeim blóm.
Nánar ...
25.07.2013

ÍSÍ fagnar sérstöku framlagi til Afrekssjóðs ÍSÍ

ÍSÍ fagnar sérstöku framlagi til Afrekssjóðs ÍSÍ Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Afrekssjóði ÍSÍ sérstakt framlag í formi tveggja milljón króna styrks árlega fram að Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 til að styðja við Anítu Hinriksdóttur afreksíþróttakonu í frjálsíþróttum og verkefni Frjálsíþróttasambands Íslands. ÍSÍ fagnar framlaginu sem á örugglega eftir að nýtast vel í undirbúningi fyrir helstu verkefni sem framundan eru hjá Anítu á næstu árum.
Nánar ...
22.07.2013

Anítu fagnað við heimkomu

Anítu fagnað við heimkomuAníta Hinriksdóttir, Heimsmeistari U-18 og Evrópumeistari U-20 í 800 m hlaupi, kom til landsins í gærkvöldi eftir að hafa unnið til þessarra tveggja titla í vikunni. Fjölskylda og vinir Anítu tóku á móti henni í Keflavík en þar voru einnig mættir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Benóný Jónsson varaformaður Frjálsíþróttasambands Íslands til að færa henni blóm og hamingjuóskir í tilefni þessa frábæra árangurs. Meðfylgjandi mynd er tekin við það tækifæri af Benóný, Anítu og Lárusi. Stjórn og starfsfólk ÍSÍ óskar Anítu og fjölskyldu, Gunnari Páli þjálfara hennar og Frjálsíþróttasambandi Íslands hjartanlega til hamingju með afrekin.
Nánar ...
18.07.2013

Einstaklingskeppni Lífshlaupsins

Einstaklingskeppni Lífshlaupsins er í gangi allt árið og geta einstaklingar skráð sig til leiks hvenær sem er.Sem hvatningu veitir Íþrótta- og Ólympíusambandið brons-, silfur-, gull- og platínumerki í verðlaun til þeirra sem náð hafa ákveðnum fjölda daga í hreyfingu. Í einstaklingsskráningunni er hægt að halda dagbók um t.d. matarvenjur og líkamsástand. 11. júlí fengu þeir einstaklingar sem hafa hreyft sig daglega frá 2. febrúar, eða í 156 daga a.m.k. 30 mínútur á dag, silfurmerki Lífshlaupsins. Nú hafa 410 einstaklingar fengið sent til sín bronsmerki. Nánari upplýsingar um einstaklingskeppnina er að finna á www.lifshlaupid.is eða með því að smella hér.
Nánar ...
17.07.2013

Handknattleiksdeild Fjölnis fyrirmyndardeild ÍSÍ

Handknattleiksdeild Fjölnis fyrirmyndardeild ÍSÍÞann 30 júní síðastliðinn fékk handknattleiksdeild Umf. Fjölnis í Grafarvogi afhenta viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndardeild. Deildin hefur mótað sér stefnu og uppfyllir nú þau skilyrði sem sett eru af hálfu ÍSÍ. Það var Sigríður Jónsdóttir formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti forystumönnum deildarinnar viðurkenninguna að Dalhúsum í Grafarvogi að viðstöddu fjölmenni. Viðurkenningin er veitt til fjögurra ára í senn og þarf þá að sækja um endurnýjun til ÍSÍ. Á myndinni eru þau Sigríður Jónsdóttir frá ÍSÍ og Kristján Gaukur Kristjánsson formaður handknattleiksdeildar Fjölnis ásamt hluta af hópi iðkenda deildarinnar.
Nánar ...
16.07.2013

Síðustu leikar dr. Jacques Rogge í embætti

Síðustu leikar dr. Jacques Rogge í embættiDr. Jacques Rogge, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar - IOC, mun láta af embætti forseta síðar á þessu ári. Sumarleikar Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar, sem fara í Utrecht í Hollandi þessa dagana eru síðustu leikarnir sem Rogge mætir til sem forseti IOC og af því tilefni var haldin látlaus athöfn honum til heiðurs í Ólympíuþorpi 1 í Utrecht.
Nánar ...