Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
6

26.09.2016

Sterkari karakter nær lengra innan og utan vallar

Sterkari karakter nær lengra innan og utan vallarVerkefnið Sýnum karakter er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Mikilvægi þjálfarans er sett í fókus og einblínt með nýstárlegum hætti á þann jákvæða ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram líkamlega.
Nánar ...
23.09.2016

Ólympíuleikarnir 2016

Ólympíuleikarnir 2016Við áttum svo sannarlega góða daga á Ólympíuleikunum í Ríó. Það voru ákveðnir, bjartsýnir og einbeittir keppendur sem mættu til Ríó fyrir hönd okkar Íslendinga. Þeir voru allir tilbúnir til að gera sitt besta og vera landi og þjóð til sóma. Það tókst svo sannarlega.
Nánar ...
23.09.2016

ÍSÍ fréttir 2016

ÍSÍ fréttir 2016ÍSÍ-fréttir komu út í dag. Þar má lesa fréttir af margvíslegum verkefnum ÍSÍ síðustu mánuði. Þar fer mest fyrir umfjöllun um Ólympíuleikana í Ríó 2016 ásamt verkefnum Almenningsíþróttasviðs og Þróunar- og fræðslusviðs á árinu.
Nánar ...
23.09.2016

Skipunarbréf vinnuhóps ÍSÍ um afreksíþróttir

Eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur ÍSÍ skipað vinnuhóp til að endurskoða reglur Afrekssjóðs ÍSÍ, í kjölfar undirskriftar samnings um stóraukið fjármagn ríkisins til sjóðsins á næstu árum. Til upplýsingar þá má finna skipunarbréf ÍSÍ til vinnuhópsins hér.
Nánar ...
22.09.2016

Sýnum karakter - ráðstefna

ÍSÍ og UMFÍ standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október. Ráðstefnan markar upphaf að sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og íþróttafélögum. Vefsíðan Sýnum karakter verður opnuð á ráðstefnunni.
Nánar ...
21.09.2016

ÍSÍ skipar vinnuhóp og leitar til alþjóðlegra fagmanna vegna afreksmála

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur skipað þriggja manna vinnuhóp til að gera tillögur til framkvæmdastjórnar ÍSÍ um breytingar á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ í kjölfar undirritunar samnings um stóraukin fjárframlög ríkisvaldsins til sjóðsins. Vinnuhópurinn skal gera tillögur um breytingar á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ með það fyrir augum að hámarka nýtingu þess fjármagns til eflingar afreksstarfs og árangurs þess í framtíðinni. Stefnt er að því að vinnuhópurinn skili áfangaskýrslu til Formannafundar ÍSÍ 11. nóvember n.k. og endanlegum tillögum sínum til framkvæmdastjórnar ÍSÍ fyrir 1. mars n.k.
Nánar ...
21.09.2016

Nýr starfsmaður ÍSÍ

Nýr starfsmaður ÍSÍÍSÍ hefur ráðið Kristínu Ásbjarnardóttur til starfa, en hún tók við af Erlu Scheving Halldórsdóttur. Kristín mun starfa sem bókari og sjá um slysasjóð.
Nánar ...
20.09.2016

Haustfjarnám í þjálfaramenntun

Haustfjarnám í þjálfaramenntunHaustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands mun hefjast mánudaginn 26. september nk. Þjálfaramenntun ÍSÍ veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Nánar ...
20.09.2016

Fundur norrænna lyfjaeftirlitsstofnanna

Fundur norrænna lyfjaeftirlitsstofnannaNú á dögunum var árlegur fundur norrænna lyfjeftirlitsstofnanna haldinn í húsakynnum ÍSÍ. Fundur þessi er haldinn á hverju ári og það var í höndum Lyfjaeftirlits ÍSÍ að skipuleggja fundinn að þessu sinni. Norræna samstarfið á rætur sínar að rekja allt til 9. áratugarins og árið 1994 var undirritað samkomulag um samræmingu lyfjaeftirlits á Norðurlöndunum sem stendur enn í dag. Samkomulagið snýst meðal annars um að samræma aðferðir við lyfjaprófanir sem og fræðslu, rannsóknir og að hafa sameiginlega rödd í alþjóðasamstarfi því er snertir lyfjamál í og utan íþrótta.
Nánar ...
20.09.2016

Hjólum í skólann 2016

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir verkefninu Hjólum í skólann fyrir framhaldsskólanemendur í september síðustu þrjú ár. Ákveðið hefur verið að breyta verkefninu og leggja niður skráningarfyrirkomulagið eins og tíðkast hefur. Þar fóru nemendur/starfsfólk inn á vefinn hjolumiskolann.is og skráðu sig til leiks og skráðu ferðir sínar til og frá skólanum.
Nánar ...
15.09.2016

Þjálfaramenntun - Haustfjarnám

Þjálfaramenntun - HaustfjarnámHaustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands mun hefjast mánudaginn 26. september nk. Námið stendur yfir í átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og nemendur komið úr fjölmörgum íþróttagreinum.
Nánar ...
14.09.2016

Íþróttasjóður

ÍþróttasjóðurMennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði. Veita má framlög til eftirfarandi verkefna: Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra esm miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana Útbreiðslu- og fræðsluverkefna Íþróttarannsókna Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga
Nánar ...