Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

12.09.2016

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Þjálfarastyrkir ÍSÍStjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.​
Nánar ...
12.09.2016

Ríó 2016 - Íslenskir keppendur í Ríó

Ríó 2016 - Íslenskir keppendur í RíóSíðastliðna daga hefur verið stíf dagskrá hjá íslensku keppendunum á Paralympics í Ríó. Þann 9. september keppti Helgi Sveinsson í flokki F42-44 í spjótkasti. Daginn eftir, þann 10. september, kepptu sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson.
Nánar ...
09.09.2016

Ríó 2016 - Helgi Sveinsson keppir í kvöld

Ríó 2016 - Helgi Sveinsson keppir í kvöldSetningarhátíð Paralympics 2016 fór fram í Ríó í Brasilíu í fyrrakvöld á Maracana-leikvanginum. Jón Margeir Sverrisson var fánaberi Íslands og sérstakur gestur Íþróttasambands fatlaðra við innmarseringuna var varaforseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur setningarhátíðina og í gær heimsótti hann Paralympic-þorpið og heilsaði upp á íslenska keppnishópinn.
Nánar ...
07.09.2016

Setningarhátíð Göngum í skólann

Setningarhátíð Göngum í skólannÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samstarfsaðilum setti Göngum í skólann í 10. sinn í morgun. Í þetta sinn fór setningarhátíðin fram í Akurskóla í Reykjanesbæ. Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Nemendur sungu skólasönginn fyrir gesti. Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ávarpaði nemendur og hvatti þá til þess að ganga eða nýta sér virkan ferðamáta og huga að umferðaröryggi. Jóhanna Ruth sem vann Ísland got talent söng tvö lög fyrir gesti. Að lokum tók Þórólfur Árnason til máls og hvatti nemendur til þess að taka þátt í verkefninu og sýna varkárni í umferðinni. Þórólfur stóðst svo ekki mátið og skellti í víkingaklappið fræga áður en hann setti verkefnið fyrir hönd samstarfsaðila verkefnisins. Verkefnið var svo sett með viðeigandi hætti þegar aðstandendur verkefnisins, nemendur, starfsfólk og gestir settu Göngum í skólann með því að ganga lítinn hring í nærumhverfi skólans.
Nánar ...
07.09.2016

Göngum í skólann sett í dag

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setur verkefnið Göngum í skólann í tíunda sinn í dag, miðvikudaginn 7. september, í Akurskóla í Reykjanesbæ. Göngum í skólann er verkefni ætlað grunnskólabörnum. Markmið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar.
Nánar ...
06.09.2016

Ríó 2016 - Paralympics hefst á morgun

Ríó 2016 - Paralympics hefst á morgunParalympics (Ólympíumót fatlaðra) hefst á morgun í Ríó í Brasilíu og stendur til 18. september. Fimm keppendur úr röðum fatlaðra keppa á leikunum. Hópinn skipa Jón Margeir Sverrisson sundmaður, Sonja Sigurðardóttir sundkona, Thelma Björg Björnsdóttir sundkona, Helgi Sveinsson spjótkastari og Þorsteinn Halldórsson bogfimimaður.
Nánar ...
05.09.2016

Samfélagsmiðlar ÍSÍ

Samfélagsmiðlar ÍSÍÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands er með eftirfarandi samfélagsmiðlasíður. Endilega fylgið Facebook, Instagram og Twitter síðum ÍSÍ. Einnig er myndasíða ÍSÍ reglulega uppfærð með nýjustu myndum og verið er að vinna í því að setja inn eldri myndir. Fyrirlestrar eru á Vimeo-síðu ÍSÍ og útgefið efni á Issue.
Nánar ...
05.09.2016

Haustfjarnám í þjálfaramenntun

Haustfjarnám í þjálfaramenntunHaustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands mun hefjast mánudaginn 26. september nk. Námið stendur yfir í átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi.
Nánar ...
02.09.2016

Norræna skólahlaupið sett í dag

Norræna skólahlaupið sett í dagNorræna skólahlaupið var sett í Grunnskóla Sandgerðis í morgun kl. 10:00 en skólinn hefur verið virkur þátttakandi í verkefninu um árabil. Tveir afreksíþróttamenn, Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason og Ari Bragi Kárason Íslandsmethafi í 100m hlaupi, mættu í skólann og spjölluðu við eldri krakkana og hvöttu þau svo áfram í hlaupinu.
Nánar ...
02.09.2016

Nýr starfsmaður ÍSÍ

Nýr starfsmaður ÍSÍÍSÍ hefur ráðið Elías Atlason til starfa, en hann mun taka við af Óskari Erni Guðbrandssyni. Elías mun sjá um Felix skráningakerfi ÍSÍ og UMFÍ auk þess að halda utan um tölvumálefni ÍSÍ og Íþróttamiðstöðvarinnar. ÍSÍ býður Elías hjartanlega velkominn til starfa. ÍSÍ þakkar Óskari fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi, en hann mun sjá um fjölmiðla- og markaðsmál hjá KSÍ.
Nánar ...
01.09.2016

Golfmót SÍÓ

Golfmót SÍÓSamtök íslenskra ólympíufara stóðu fyrir golfmóti þann 23. júní sl. en fengu aðstoð frá Golfsambandi Íslands og Nesklúbbinum við framkvæmd. Góð þátttaka var á mótinu. Lið badmintonmanna vann mótið í ár
Nánar ...
31.08.2016

Norræna skólahlaupið 2016

Norræna skólahlaupið verður sett í Grunnskóla Sandgerðis föstudaginn 2. september 2016 kl. 10:00. Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984 og verður haldið í 33. skipti í ár. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um framkvæmd verkefnisins á Íslandi.
Nánar ...