Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

10.06.2013

Nýr samningur við Flugfélag Íslands

ÍSÍ og Flugfélag Íslands (FÍ) hafa undirritað samning um afsláttarkjör í innanlandsflugi FÍ, svokölluð ÍSÍ-fargjöld, sem gildir frá 2. júlí næstkomandi þar til 1. ágúst 2014. Núgildandi samningur gildir til 2. júlí nk. en með undirritun nýs samnings er sambandsaðilum ÍSÍ og aðildarfélögum þeirra gert kleift að bóka ferðir á gildistíma nýja samningsins.
Nánar ...
08.06.2013

Góð þátttaka í kvennahlaupinu í dag

Góð þátttaka í kvennahlaupinu í dagSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og fjórða sinn, í dag, laugardaginn 8. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 14.000 konur tóku þátt á 81 stað út um allt land og á um 17 stöðum í 11 löndum erlendis. Um 4500 konur hlupu í Garðabænum, 1400 í Mosfellsbæ, 650 á Akureyri og um 400 konur erlendis. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir allt frá 2 km upp í
Nánar ...
08.06.2013

Kvennahlaupið er í dag

Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður ársins en hlaupið verður á 81 stað hérlendis og á 17 stöðum erlendis. Hátíðardagskrá verður á mörgum hlaupastöðum og víða verður frítt í sundlaugar fyrir þátttakendur að loknu hlaupi. Hlaupið verður kl. 11 á fjölmörgum stöðum t.d. í Mosfellsbæ og á Akureyri en fjölmennasta hlaupið er jafnan í Garðabæ
Nánar ...
07.06.2013

Kvennahlaupið á morgun

Á morgun, laugardaginn 8. Júní, fer hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram. Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður ársins en hlaupið verður á 81 stað hérlendis og á 17 stöðum erlendis. Hátíðardagskrá verður á mörgum hlaupastöðum og víða verður frítt í sundlaugar fyrir þátttakendur að loknu hlaupi. Hlaupið verður frá Mosfellsbæ og á Akureyri kl. 11. en fjölmennasta hlaupið er jafnan í Garðabæ e
Nánar ...
07.06.2013

Alltaf tekið þátt í Kvennahlaupinu

Alltaf tekið þátt í KvennahlaupinuIngibjörg Malen er níu ára en hún hefur tekið þátt í öllum Kvennahlaupum frá fæðingu. Fyrsta árið í kengúrupoka, síðan í kerru, og svo hlaupandi. Hún er að taka þátt í sínu 10. hlaupi í ár og ætlar hún að hlaupa með móður sinni á Reykhólum. Hefð hefur skapast hjá mæðgum, systrum, frænkum og vinkonum að mæta saman í hlaupið og hvetja hver aðra áfram. Konur geta kynnt sér nálæga hlaupastaði á vef Sjóvá www.sjova.is en þar má einnig finna upplýsingar um tímasetningar hlaupa, lengdir og skemmtidagskrá á hverjum stað fyrir sig.
Nánar ...
06.06.2013

Breytt fyrirkomulag tilkynninga um lyfjapróf

Vinnureglum lyfjaeftirlits um tilkynningar um lyfjapróf og niðurstöður þeirra hefur verið breytt. Eftirleiðis verður fyrirkomulagið þannig að tilkynnt er um lyfjapróf, hvar og hvenær þau fara fram - auk fjölda og kyn íþróttamanna er boðaðir eru í lyfjapróf - um leið og niðurstöður úr greiningu sýnanna liggja fyrir.
Nánar ...
05.06.2013

Anna Rún og Sigurðu Orri til Ólympíu

Anna Rún og Sigurðu Orri til ÓlympíuÁ hverju ári eru tveir einstaklingar valdir til þátttöku í námskeiði á vegum IOA (International Olympic Academy) í Ólympíu í Grikklandi. Að þessu sinni urðu þau Anna Rún Kristjánsdóttir og Sigurður Orri Hafþórsson fyrir valinu.
Nánar ...
05.06.2013

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍÖldrunarheimili út um allt land halda Kvennahlaup hjá sér á næstu dögum. Hjúkrunarheimilið Eir var með Kvennahlaupið í gær, þriðjudaginn 4. júní, þar sem um 140 konur og karlar á öllum aldri tóku þátt. Einnig verður hlaupið á eftirfarandi stöðum: Gerðubergi, Seljahlíð og Sóltúni miðvikudaginn 5. júní, Hrafnistu í Reykjavík, Boðaþing, Furugerði 1 og Skjól föstudaginn 7. Júní. Á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. júní. Einnig verður Kvennahlaup haldið á Dalbraut Reykjavík, Ás í Hveragerði, Eirhömrum í Mosfellsbæ og á Höfða Akranesi.
Nánar ...
04.06.2013

Viðar áfram formaður ÍHÍ

Viðar áfram formaður ÍHÍÁrsþing Íshokkísambands Íslands var haldið sunnudaginn 26. maí sl. í fundarsölum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Fjörutíu og átta fulltrúar höfðu rétt til setu á þinginu en dagskrá þingsins var hefðbundin samkvæmt lögum sambandsins. Viðar Garðarsson var endurkjörinn formaður sambandsins en aðrir í stjórn eru Jón Þór Eyþórsson, Árni Geir Jónsson, Sigurður Sigurðsson, Björn Davíðsson
Nánar ...
04.06.2013

Nýr formaður Skíðasambands Íslands

Nýr formaður Skíðasambands ÍslandsÁrsþing Skíðasambands Íslands var haldið á Akureyri dagana 24. og 25. maí sl. og sóttu það 40 manns víðsvegar af landinu. Á þinginu voru samþykkt ný lög sem skýra eiga starf sambandsins enn betur. Páll Grétarsson gaf ekki kost á sér áfram í formannsembættið og var nýr formaður sambandsins kjörinn Einar Þór Bjarnason.
Nánar ...
04.06.2013

Hreyfum okkur saman

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 8. júní. Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni. Slagorð Kvennahlaupsins í ár er „Hreyfum okkur saman“ í tilefni af samstarfi Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ við styrktarfélagið Göngum saman. Á hverju ári er valið eitt málefni tengt konum til þess að vekja athygli á og í ár var ákveðið að vera í samstarfi við styrktarfélagið Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.
Nánar ...