Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

19.05.2014

Sumarfjarnám 1. stigs í þjálfaramenntun ÍSÍ

Sumarfjarnám 1. stigs í þjálfaramenntun ÍSÍFramundan er sumarfjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ á öllum þremur stigum námsins sem nú eru í boði. Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 23. júní næstkomandi. Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar, ségreinahluta námsins taka nemendur svo hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ. Námið tekur átta vikur og skila nemendur verkefni(um) í hverri viku og taka auk þess nokkur krossapróf. Þetta nám hefur verið afar vinsælt undangengin ár og hafa nemendur komið frá fjölmörgum íþróttagreinum og verið búsettir víða um landið. Námið er allt í fjarnámi, það eru engar staðbundnar lotur. Nemendur geta því í raun verið staddir hvar sem er ef þeir aðeins hafa tölvutengingu. Skemmtilegt spjallsvæði er í náminu og er það mikið notað. Þar bera nemendur saman bækur sínar og læra hver af öðrum. Skráning er á namskeid@isi.is til fimmtudagsins 19. júní. Námskeiðsgjald er kr. 25.000.- og eru þá öll námskeiðsgjöld innifalin og send á heimilisföng þátttakenda.
Nánar ...
17.05.2014

Nanjing 2014 - Rafræna kyndilhlaupið á Íslandi

Nanjing 2014 - Rafræna kyndilhlaupið á ÍslandiÍ tilefni af Ólympíuleikum ungmenna var ólympíueldurinn tendraður við hátíðlega athöfn þann 30. apríl í Aþenu í Grikklandi. Á sama tíma kom út nýtt smáforrit fyrir tölvur og síma sem kallast Rafræna kyndilhlaupið. Í leiknum geta kyndilberar farið um 204 lönd og svæði sem taka þátt í leikunum í ágúst á 98 dögum. Hugmyndin er sú að veita ungmennum út um allan heim það tækifæri að vera kyndilberar, að þau hjálpist að við að fara með eldinn í kringum heiminn og aftur til Nanjing og breiði þannig út boðskap ólympíuandans.
Nánar ...
16.05.2014

Aðalfundur Smáþjóðaleikanna er um helgina

Í gær mættu til landsins fulltrúar frá öllum þeim þjóðum sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Íslandi 1.- 6. júní 2015. Í dag verður haldinn fundur Tækninefndar Smáþjóðaleikanna þar sem er ítarlega farið yfir öll þau atriði er lúta að keppnisgreinunum. Farið verður í skoðunarferð í öll mannvirki sem notuð verða á leikunum og hótel og aðstæður skoðaðar. Aðalvettvangur leikanna verður í Laugardalnum, með öllum þeim íþróttamannvirkjum sem þar eru, en þau hótel sem notuð verða fyrir þátttakendur eru flest í göngufæri við Laugardalinn.
Nánar ...
16.05.2014

Ný heimasíða - kvennahlaup.is

Ný heimasíða - kvennahlaup.isKvennahlaupið er komið með nýja heimasíðu, www.kvennahlaup.is. Þar er að finna leiðbeiningar fyrir alla, þá sem langar að taka sín fyrstu skref í átt að reglulegri hreyfingu og þá sem eru vanir hreyfingu en vilja meiri fjölbreytni. Þar er einnig að finna æfingaáætlanir, ýmis konar stuðningsefni og lista yfir göngu- og hlaupahópa víðsvegar um landið sem starfa í tengslum við Kvennahlaupið. Á heimasíðunni er einnig hægt að
Nánar ...
14.05.2014

Viðtal við Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðing

Viðtal við Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingDr. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur talar um niðurstöður íþróttahluta framhaldsskólakönnunar R&g, en í könnuninni var spurt um ánægju unglinga með íþróttafélagið, þjálfarann, aðstöðuna og helstu áhersluatriði þjálfarans í starfinu. Viðar segir að niðurstöður séu jákvæðar fyrir skipulagða íþróttastarfsemi og að augljóst sé að íþróttafélög í landinu séu að vinna gott starf hvað þetta varðar.
Nánar ...
13.05.2014

Skipulagt íþróttastarf hefur mikið forvarnargildi

Skipulagt íþróttastarf hefur mikið forvarnargildiÍ dag kynnti Dr. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur niðurstöður íþróttahluta framhaldsskólakönnunar R&g, en ÍSÍ fékk að setja inn í spurningalistann nokkrar spurningar sem lúta að ánægju unglinga með íþróttafélagið, þjálfarann, aðstöðuna og helstu áhersluatriði þjálfarans í starfinu.
Nánar ...
13.05.2014

Hjólað í vinnuna bíður í kaffi

Kaffitjöld Hjólað í vinnuna verða sett upp á þremur stöðum í Reykjavík, í Kópavogi og í Hafnarfirði miðvikudaginn 14. maí frá kl: 6:45 - 9:00. Kaffitár bíður upp á kaffi og Ölgerðin upp á kristal. Aðilar frá Íslenska Fjallahjólaklúbbnum og öðrum hjólreiðasamtökum verða á staðnum og kynna sína starfsemi. Einnig verða viðgerðarmenn frá Reiðhjólaversluninni Erninum á staðnum og aðstoða við minniháttar lagfæringar á hjólum.
Nánar ...
12.05.2014

Góður rekstur hjá UDN

Góður rekstur hjá UDNÁrsþing Ungmenna- og íþróttasambands Dalamanna og norður Breiðfirðinga (UDN) var haldið í félagsheimilinu Árbliki þann 6. maí s.l. Vel var mætt á þingið og voru ýmis mál þar tekin fyrir. Rekstur UDN hefur gengið vel og skilaði það hagnaði á síðasta ári. Í ársbyrjun var undirritaður samstarfssamningur á milli UDN og Dalabyggðar sem án efa mun styrkja starf sambandsins til muna.
Nánar ...
12.05.2014

Ragnar Kristinn Bragason heiðraður á þingi HSS

Ragnar Kristinn Bragason heiðraður á þingi HSSÁrsþing Héraðssambands Strandamanna fór fram í Félagsheimilinu á Hólmavík 30. apríl sl. Á þinginu voru mættir fulltrúar frá öllum aðildarfélögum sambandsins, auk gesta. Góður andi var á þinginu og vel unnið í þingnefndum Lög sambandsins hafa verið til endurskoðunar frá síðasta þingi og voru samþykktar nokkrar breytingar á þeim er lúta að því að uppfæra þau í takt við tímann.
Nánar ...
12.05.2014

Helgi Þór endurkjörinn formaður TSÍ

Helgi Þór endurkjörinn formaður TSÍÁrsþing Tennissambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 29. apríl sl. Helgi Þór Jónasson var kjörinn formaður sambandsins fjórða árið í röð. Þrándur Arnþórsson og Bragi Leifur Hauksson voru kosnir í aðalstjórn til tveggja ára.
Nánar ...
09.05.2014

25. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ - Þema ársins

25. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ - Þema ársins Undirbúningur fyrir 25. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er í fullum gangi og verður það haldið laugardaginn 14. júní 2014. Þema ársins í ár er að benda á mikilvægi hreyfingar fyrir alla. ÍSÍ vill hvetja konur á öllum aldri til þess að setja sér markmið og hefja undirbúning 5 vikum fyrir hlaup. Martha Ernstdóttir sjúkraþjálfari og áhugamanneskja um heilbrigðan og skynsamlegan lífsstíl, hefur útbúið æfingaáætlanir og annað stuðningsefni sem allir geta nýtt sér, byrjendur og lengra komnir. Hægt er að nálgast allt efni inn á www.kvennahlaup.is en þar er einnig að finna lista yfir göngu- og hlaupahópa sem taka þátt í þessu verkefni með okkur.
Nánar ...