Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

15.06.2017

Námskeið í bogfimi styrkt af Ólympíusamhjálpinni

Námskeið í bogfimi styrkt af ÓlympíusamhjálpinniVikuna 7.-14. júní hefur Bogfiminefndin staðið fyrir þjálfaranámskeiði með styrk frá Ólympíusamhjálpinni (OS). Kennari á námskeiðinu var Pascal Colmaire frá Alþjóða bogfimisambandinu. Sex aðilar útskrifuðust með þjálfararéttindi á 1. stigi að námskeiðinu loknu. Mikill vöxtur hefur verið í íþróttagreininni á undanförnum árum og því mikilvægt að mennta þjálfara til að taka á móti nýjum iðkendum. Mikil ánægja var með námskeiðið en þetta er í annað sinn sem Bogfiminefndin stendur fyrir námskeiði af þessu tagi með styrk frá OS.
Nánar ...
13.06.2017

5 dagar í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

5 dagar í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram eftir fimm daga, þann 18. júní. Hlaupið verður víðsvegar um land. Það er ávallt mikil gleði í Kvennahlaupinu og verður sunnudagurinn 18. júní engin undantekning.
Nánar ...
09.06.2017

Ljósmyndasamkeppni Ólympíusafnsins

Ljósmyndasamkeppni ÓlympíusafnsinsÓlympíusafnið efnir til ljósmyndasamkeppni undir heitinu „Minn íþróttavettvangur“. Keppnin stendur frá 24. maí til 11. júlí nk. Markmið Ólympíusafnsins með keppninni er að safna saman myndum frá almenningi sem sýna fólk, fjölskyldur, vini og börn stunda íþróttir á óvenjulegum stöðum eða á óvenjulegan hátt. Boðskapur ljósmyndasamkeppninnar er sá að íþróttir eru ekki einungis stundaðar af atvinnuíþróttafólki á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramótum heldur alls staðar á öllum tímum dags.
Nánar ...
08.06.2017

Sumarfjarnám hefst 12. júní

Sumarfjarnám hefst 12. júní12. júní nk. hefst sumarfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ. Námið tekur átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi og er allt í fjarnámi. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Nánar ...