Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

23.05.2017

Lokadagur Hjólað í vinnuna

Lokadagur Hjólað í vinnuna 2017 er runninn upp og því um að gera fyrir þátttakendur að taka góðan hjólarúnt til og frá vinnu á síðasta ferðadegi keppninnar.
Nánar ...
21.05.2017

Ólafur Már endurkjörinn formaður DSÍ

Ólafur Már endurkjörinn formaður DSÍÁrsþing Danssamband Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 18. maí síðastliðinn. Ársreikningar voru samþykktir einróma en hagnaður af rekstri sambandsins var með ágætum. Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir útbreiðsluverkefni í samráði við aðildarfélög og verður sett í verkefnið veglegt fjármagn.
Nánar ...
19.05.2017

GSSE 2017: Íslenskir þátttakendur í Peak

GSSE 2017: Íslenskir þátttakendur í PeakÁ miðvikudaginn sl. fór fram fundur blaklandsliða sem fara til San Marínó. Farið var yfir þau atriði sem huga þarf að hvað varðar þátttöku Íslands á leikunum. Þátttakendur fengu einnig sín föt afhent, en íslenskir þátttakendur munu klæðast fötum frá merkinu Peak á meðan á leikunum stendur.
Nánar ...
19.05.2017

Aukin fagmennska í hópíþróttum

Aukin fagmennska í hópíþróttumFimmtudaginn 18. maí bauð ÍSÍ upp á hádegisfund þar sem dr. Viðar Halldórsson kynnti rannsókn sína á því hvers vegna íslensk A-landslið í hópíþróttum hafa náð jafn langt á alþjóðlegum vettvangi sl. ár og raun ber vitni. Niðurstöður má helst skýra með menningarlegum sérkennum annars vegar og aukinni fagmennsku hins vegar.
Nánar ...
18.05.2017

Sumarfjarnám ÍSÍ

Sumarfjarnám ÍSÍSumarfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 12. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 25.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 22.000.- og öll námskeiðsgögn innifalin.
Nánar ...
18.05.2017

Breytingar hjá HSÍ

Breytingar hjá HSÍÞær breytingar urðu á starfsliði Handknattleikssambands Íslands 1. maí síðastliðinn að Einar Þorvarðarson hætti sem framkvæmdastjóri sambandsins og Róbert Geir Gíslason, sem starfað hefur á skrifstofu HSÍ frá árinu 2003, tók við starfinu.
Nánar ...
17.05.2017

Íslenska íþróttaundrið

Íslenska íþróttaundriðFimmtudaginn 18. maí mun Dr. Viðar Halldórsson vera með hádegisfund í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og ber fyrirlesturinn heitið Íslenska íþróttaundrið. Fyrirlesturinn hefst kl.12 og er gert ráð fyrir að hann standi í eina klukkustund með umræðum.
Nánar ...
17.05.2017

Fundur flokksstjóra vegna Smáþjóðaleika 2017

Fundur flokksstjóra vegna Smáþjóðaleika 2017Nú er í mörg horn að líta í lokaundirbúningi íslenska hópsins fyrir Smáþjóðaleikana 2017, sem fara fram í San Marínó frá 29. maí til 3. júní. Tæplega 200 manns eru í íslenska hópnum, þar af 136 keppendur. Af keppendum eru 73 karlar og 63 konur.
Nánar ...
16.05.2017

Hjólað í vinnuna hálfnað

Hjólað í vinnuna hálfnaðHjólað í vinnuna 2017 er rúmlega hálfnað þetta árið og rífandi gangur er á þátttöku og kílómetraskráningu. Þátttakendur geta enn skráð sig til leiks og því er um að gera að ýta við vinnufélaganum til að virkja hann til góðra hjólreiða. ÍSÍ hvetur alla til að senda inn frásagnir af stemmningunni á vinnustaðnum (á hjoladivinnuna.is) og ekki síður að láta vita hvernig hjólaaðstaðan er á staðnum, því að oft gleymist að það er lykilatriði til þess að hægt sé hjóla til vinnu að staðaldri.
Nánar ...