Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

09.11.2020

Ársþing UMSE á Teams

Ársþing UMSE á TeamsÁrsþig Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) var haldið fimmtudaginn 5. nóvember sl. Þingið var með óhefðbundnu sniði og var allt í gegnum Teams forritið. Flest aðildarfélög UMSE áttu fulltrúa á þinginu og tók formaður sambandsins að sér hlutverk þingforseta. Stýrði hann þinginu af röggsemi og hófst þingið á tillögum stjórnar um framkvæmd þingsins með þessum óvenjulega hætti í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Þar var m.a. komið inn á að stjórn UMSE sæti áfram án kosninga til ársþingsins 2021 og var það samþykkt.
Nánar ...
05.11.2020

Öll félög með virkar reglur og áætlanir

Öll félög með virkar reglur og áætlanirÍ stefnu Reykjavíkur í íþróttamálum til ársins 2030 er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi. Að gefnu tilefni vill ÍSÍ benda á það efni sem hægt er að nálgast á vefsíðu ÍSÍ og í prentuðu formi á skrifstofu ÍSÍ við Engjaveg 6.
Nánar ...
05.11.2020

Betra félag

Betra félagÁ vefsíðu ÍSÍ má finna ýmsar upplýsingar er varða skipulagslega þætti íþróttafélags, sérsambands og héraðssambands, t.d. stofnun íþróttafélags, hlutverk stjórna, samskipti við fjölmiðla, hvernig á að skrifa fréttatilkynningu, halda blaðamannafund, gátlisti o.fl. Eitt það mikilvægasta við skipulag íþróttafélags, sérsambands og héraðssambands er að skrásetja söguna og vita hver tilgangur og hlutverk þeirra er.
Nánar ...
04.11.2020

Fyrirmyndarverkefni ÍSÍ

Fyrirmyndarverkefni ÍSÍFyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ.
Nánar ...
02.11.2020

Hreyfum okkur heilsunnar vegna!

Hreyfum okkur heilsunnar vegna!ÍSÍ hvetur landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á tímum kyrrsetu og tímabundinna takmarkana. Ótal aðferðir eru fyrir hendi, hreyfingu má stunda á hinum ýmsu stöðum og í margvíslegri mynd, utan dyra og innan, að viðhöfðum ítrustu sóttvörnum.
Nánar ...