Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.03.2024 - 09.03.2024

Ársþing HHF 2024

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF)...
28

04.04.2022

Stjórn STÍ endurkjörin

Stjórn STÍ endurkjörinÁrsþing Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal um síðastliðna helgi. Vel var mætt á þingið en það sátu um 50 þingfulltrúar af öllu landinu. Samþykktar voru breytingar á lögum sambandsins og einnig voru kynntar fyrirhugaðar breytingar á reglugerðum sambandsins.
Nánar ...
01.04.2022

Heiðranir á 100. ársþingi HSK

Heiðranir á 100. ársþingi HSKÁrsþing Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) fór fram í Þingborg í Flóahreppi í gær, 31. mars. Góð mæting var á þingið, sem var 100. ársþing sambandsins og voru móttökur heimafólks úr Umf. Þjótanda og Flóahreppi frábærar. Allir þingfulltrúar fengu töskur merktar sambandinu og Flóahreppur bauð þingfulltrúum og gestum upp á tvíréttaðan kvöldverð.
Nánar ...
30.03.2022

Góð þátttaka í þingi USVS

Góð þátttaka í þingi USVSÁrsþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) fór fram á Hótel Laka 29. mars. Góð mæting var á þingið en þar komu saman 27 þingfulltrúar, auk gesta. Það ríkir góð samheldni í íþróttahreyfingunni á svæðinu og lá tilhlökkun í loftinu um komandi sumar með tilheyrandi íþróttastarfi.
Nánar ...
29.03.2022

Samhugur á þingi FRÍ

Samhugur á þingi FRÍÁrsþing Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) fór fram á Selfossi um síðastliðna helgi. Mikill samhugur er í frjálsíþróttahreyfingunni um að koma sterk undan kórónuveirufaraldrinum og horfa fram á veginn.
Nánar ...
29.03.2022

Hlín sæmd Gullmerki ÍSÍ

Hlín sæmd Gullmerki ÍSÍHlín Bjarnadóttir fimleikadómari var sæmd Gullmerki ÍSÍ á uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands 17. mars sl. fyrir störf í þágu fimleika á Íslandi.
Nánar ...
25.03.2022

Fræðslufyrirlestur um karlmennnskuna

Fræðslufyrirlestur um karlmennnskunaÍþrótta- og Óympíusamband Íslands, Íþróttabandalag Akureyrar, Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri eru í samstarfi um reglulega fræðsluviðburði fyrir íþróttahreyfinguna á Akureyri og nágrenni. Í gær, fimmtudaginn 24. mars var Þorsteinn V. Einarsson kennari og kynjafræðingur með fyrirlestur sem hann nefnir „Karlmennskan“ í stóra sal Háskólans á Akureyri.
Nánar ...
24.03.2022

EYWOF - Júlía Rós keppti á listskautum

EYWOF - Júlía Rós keppti á listskautumEin keppnisgrein var á dagskrá hjá íslenska hópnum í gær. Júlía Rós Viðarsdóttir keppti í stuttu prógrammi á listskautum. Júlíu Rós gekk mjög vel á ísnum, lenti í 19. sæti af 31 keppenda og hlaut 40.52 stig sem er persónulegt met hennar á alþjóðlegu móti.
Nánar ...