Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
10

17.09.2014

Fundað á Akureyri

Fundað á AkureyriÍSÍ fundaði með forsvarsmönnum Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) laugardaginn 13. september síðastliðinn á Akureyri, eftir skoðunarferð um glæsileg íþróttamannvirki bæjarins. Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA, Haukur Valtýsson varaformaður ÍBA, Þóra Leifsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA, Bjarnveig Ingvadóttir formaður UMSE, Þorsteinn Marinósson framkvæmdastjóri UMSE og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála á Akureyri funduðu með forseta ÍSÍ og föruneyti um það helsta sem brennur á íþróttahreyfingunni á svæði ÍBA og UMSE.
Nánar ...
17.09.2014

Nýr starfsmaður ÍSÍ

Nýr starfsmaður ÍSÍÍSÍ hefur ráðið Hrönn Guðmundsdóttur til þess að leysa Kristínu Lilju af í starfi verkefnastjóra á Almenningsíþróttasviði á meðan að hún er í fæðingarorlofi. Hrönn mun hafa umsjón með verkefnum sviðsins ásamt Sigríði Ingu Viggósdóttur.
Nánar ...
15.09.2014

ÍSÍ í heimsókn hjá HSÞ

Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) er víðfemt íþróttahérað með starfsemi allt frá Grenivík að Bakkafirði, eftir sameiningu íþróttahéraðanna í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu árið 2007. Fundarstaður ÍSÍ og HSÞ í fundaherferð ÍSÍ var að Laugum í Reykjadal á laugardaginn var en á leiðinni til Lauga var einnig farið í stutta vettvangsferð um Reykjahlíð þar sem mannvirki voru skoðuð.
Nánar ...
13.09.2014

Fundað með UÍA

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og föruneyti funduðu í kvöld með Hildi Bergsdóttur framkvæmdastjóra UÍA og Gunnlaugi Aðalbjarnarsyni gjaldkera UÍA. Fulltrúar UÍA kynntu starfsemi sambandsins og helstu verkefni og spjallað var um ýmis hagsmunamál sem helst brenna á íþróttahreyfingunni, bæði á svæði UÍA og á landsvísu.
Nánar ...
13.09.2014

Íþróttafélög og mannvirki í Fjarðabyggð heimsótt

Öflugt íþróttastarf er í Fjarðabyggð á Austurlandi, en sveitarfélagið nær allt frá Stöðvarfirði og yfir á Mjóafjörð. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ heimsótti Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð og Neskaupsstað í dag og fékk frábæra leiðsögn heimamanna um íþróttamannvirki og starfsemi íþrótta- og ungmennafélaganna á svæðinu.
Nánar ...
13.09.2014

ÍSÍ á Djúpavogi

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og föruneyti héldu ferð sinni um landið áfram í dag. Heimsóttu þau fyrst Djúpavog þar sem Andrés Skúlason oddviti og forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar og Jóhanna Reykjalín framkvæmdastjóri Umf. Neista gáfu greinargóða skýrslu um íþróttastarfið á Djúpavogi og leiddu skoðun um íþróttamannvirkin á staðnum.
Nánar ...
11.09.2014

Heimsókn til USVS og USÚ

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðu ÍSÍ er Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ á ferðalagi um landið, ásamt framkvæmdastjóra ÍSÍ og föruneyti. Í dag var fundað með Birgi Erni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra USVS, og Vigfúsi Þór Hróbjartssyni, fulltrúa frá Umf. Kötlu, á Halldórskaffi í Vík í Mýrdal. Birgir leiddi síðan skoðunarferð um íþróttamannvirki á staðnum.
Nánar ...
11.09.2014

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni er núna í gangi

19 skólar eru skráðir til leiks í Hjólum í skólann sem fer fram í annað skipti dagana 10. - 16. september. Nemendur og starfsmenn framhaldsskóla landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast í og úr skóla t.d. að hjóla, ganga, hlaupa, fara á hjólabretti/línuskautum eða í strætó. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta meðal nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna.
Nánar ...
10.09.2014

Forseti ÍSÍ heimsækir íþróttahéruð

Forseti ÍSÍ heimsækir íþróttahéruðLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ hefja á morgun ferð sína í 10 íþróttahéruð á Suður-, Austur- og Norðurlandi. Tilgangur ferðarinnar er að fræðast um það viðamikla íþróttastarf sem fram fer í íþróttahéruðunum og eiga spjall um það helsta sem brennur á íþróttahreyfingunni á hverjum stað fyrir sig.
Nánar ...
10.09.2014

Göngum í skólann - setningarhátíð

Göngum í skólann var sett í 8. skipti í morgun. Í þetta sinn fór setningarhátíðin fram í Laugarnesskóla í Reykjavík. Sigríður Heiða Baragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna.
Nánar ...
09.09.2014

Setning Göngum í skólann í Laugarnesskóla 10. september

Göngum í skólann verður sett í Laugarnesskóla miðvikudaginn 10. september kl. 9:05. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla býður gesti velkomna og nemendur skólans munu syngja. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri flytja stutt ávörp. Óvæntur gestur frá Latabæ kemur og verður með léttar æfingar. Verkefnið verður sett með viðeigandi hætti þegar nemendur, starfsfólk og aðrir gestir fara af stað í stuttan göngutúr.
Nánar ...