Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

25.02.2014

Síðasti keppnisdagurinn í Lífshlaupinu

Síðasti keppnisdagurinn í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins er í dag, þriðjudaginn 25. febrúar. Met þátttaka er í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins og hefur þátttakan aukist um 8% á milli ára. Nú hafa 463 vinnustaðir skráð 13.500 liðsmenn til leiks. Góð þátttaka var einnig í grunnskólakeppninni sem lauk 18. febrúar en þar skráðu 45 skólar skráð 7.440 nemendur til leiks.
Nánar ...
24.02.2014

ÍSÍ endurnýjar þjónustusamning við Vodafone

ÍSÍ endurnýjar þjónustusamning við VodafoneÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur endurnýjað þjónustusamning sinn við Vodafone. Við það tækifæri fékk framkvæmdastjóri ÍSÍ einnig afhenta síma sem Vodafone og Tæknivörur (Samsung) létu ÍSÍ í té til að nota í verkefnum ÍSÍ.
Nánar ...
23.02.2014

Fánaberi á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Sochi

Fánaberi á lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í SochiNú líður að lokahátíð Vetrarólympíuleikanna í Sochi en hún hefst kl. 16:00 í dag, að íslenskum tíma. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur valið Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur til að vera fánaberi íslenska Ólympíuhópsins á lokahátíðinni en Helga María, sem er aðeins 18 ára, stóð sig afar vel á leikunum.
Nánar ...
22.02.2014

Keppni í svigi karla í Sochi hefst kl. 12:45

Keppni í svigi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sochi hefst kl. 12:45 í dag. Þar keppa þeir Einar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson. Einar Kristinn verður með rásnúmer 58 en Brynjar Jökull með rásnúmerið 72.
Nánar ...
22.02.2014

Erla og Helga María stóðu sig vel í sviginu

Erla og Helga María stóðu sig vel í sviginuHelga María Vilhjálmsdóttir og Erla Ásgeirsdóttir luku keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í gær þegar þær tóku þátt í svigi kvenna. Helga María lenti í 34. sæti og Erla í 36. sæti og geta þær svo sannarlega vel við unað.
Nánar ...
21.02.2014

Fyrri umferð í svigi kenna lokið

Fyrri umferð í svigi kenna lokiðAð lokinni fyrri ferðinni í svigi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi þá er Helga María Vilhjálmsdóttir í 43. sæti og Erla Ásgeirsdóttir í 45. sæti. Helga María kom í mark á tímanum 1:02,69 mínútum og var rétt rúmum tíu sekúndum frá Mikaelu Shiffrin sem er efst eftir fyrri ferðina en Erla kom í mark á tímanum 1:03,55 mínútum.
Nánar ...
21.02.2014

Svig í Sochi

Svig í SochiÍ dag keppa Erla Ásgeirsdóttir og Helga María Vilhjálmsdóttir í svigi kvenna. Fyrri ferðin hefst kl. 12:45 og seinni ferðin kl. 16:15 að íslenskum tíma.
Nánar ...
19.02.2014

Keppni lokið í stórsvigi

Keppni lokið í stórsvigiEinar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson hafa nú lokið keppni í stórsvigi karla í Sochi. Þeir voru í 63. og 65. sæti eftir fyrri ferðina, af þeim 79 keppendum sem komust niður. Einar Kristinn fór brautina á samtals 3:06,55 mínútum og hafnaði í 56. sæti. Hann var 20,16 sekúndum á eftir Ólympíumeistaranum Ted Ligety.
Nánar ...
19.02.2014

Fyrri umferð stórsvigs karla lokið í Sochi

Fyrri umferð stórsvigs karla lokið í SochiEinar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guðmundsson hafa lokið fyrri ferð í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í dag. Einar Kristinn er í 63. sæti og Brynjar Jökull í 65. sæti en seinni ferðin hefst um kl. 10:30.
Nánar ...
18.02.2014

Íþróttaleiðtogar hittast í Sochi

Íþróttaleiðtogar hittast í SochiÁ Vetrarólympíuleikunum í Sochi eru samankomnir allir helstu forsvarsmenn íþrótta- og ólympíuhreyfingarinnar á heimsvísu. Dvöl þeirra á leikunum er meðal annars notuð til þess að funda, mynda og styrkja tengslanet og ræða ýmis hagsmunamál hreyfingarinnar.
Nánar ...
18.02.2014

Lúðvík Georgsson heiðraður á ársþingi KSÍ

Lúðvík Georgsson heiðraður á ársþingi KSÍÁ ársþingi KSÍ í Hofi á Akureyri um síðastliðna helgi var Lúðvík Georgsson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ fyrir frábær störf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Það var Hafsteinn Pálsson, formaður Heiðursráðs ÍSÍ, sem sæmdi Lúðvík krossinum.
Nánar ...