Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

09.03.2020

Fundur um Covid-19 veiruna

Fundur um Covid-19 veirunaEins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í dag með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins.
Nánar ...
09.03.2020

Heiðranir á ársþingi UMSK

Heiðranir á ársþingi UMSKÍSÍ veitti á ársþinginu þremur einstaklingum viðurkenningu fyrir ósérhlífið starf á vegum íþróttahreyfingarinnar um árabil, þeim Magnúsi Gíslasyni, Eiríki Mörk og Kristínu Finnbogadóttur.
Nánar ...
09.03.2020

Skautahöllin á Akureyri 20 ára

Skautahöllin á Akureyri 20 áraSkautahöllin á Akureyri varð 20 ára þann 1. mars síðastliðinn og kvennalið Skautafélags Akureyrar var einnig stofnað í byrjun árs 2000. Af þessu tilefni boðaði Skautafélag Akureyrar til viðburðar í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 29. febrúar síðastliðinn. Það var skemmtilegt að heimsmeistaramótið í íshokkí kvenna í 2. deild B skyldi standa yfir þessa helgi. Íslenska landsliðið var einmitt að fara að spila síðasta leik sinn í keppninni strax að lokinni afmælisathöfninni. Þess má geta að íslenska liðið vann þann leik og endaði í 2. sæti, sem er frábær árangur.
Nánar ...
06.03.2020

Hilmar Snær fyrstur til að vinna Evrópumótaröðina

Hilmar Snær fyrstur til að vinna EvrópumótaröðinaSkíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings varð þann 28. febrúar sl. fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á Evrópumótaröð Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) í alpagreinum. Hilmar sigraði í svigkeppninni og að henni lokinni var ljóst að ekki yrði keppt í stórsvigi vegna aðstæðna. Hilmar var því sigurvegari heildarstigakeppninnar á Evrópumótaröðinni með gull í svigi og silfur í stórsvigi. Hilmar hefur síðustu ár klifrað hratt upp metorðastigann í alpagreinum og er nú á meðal allra fremstu alpagreinamanna fatlaðra í heiminum.
Nánar ...
06.03.2020

ÍF og SSÍ vinna saman að framþróun sundíþróttarinnar

ÍF og SSÍ vinna saman að framþróun sundíþróttarinnarÍþróttasamband fatlaðra (ÍF) og Sundsamband Íslands (SSÍ) undirrituðu nýverið samstarfssamning sín á milli um gagnkvæma skuldbindingu sérsambandanna um framþróun sundíþróttarinnar, sameiginlegt mótahald fatlaðra og ófatlaðra og leitast með því að tryggja sundfólki bestu mögulegu aðstæður.
Nánar ...
04.03.2020

Íþróttafólk UMSK 2019

Íþróttafólk UMSK 2019Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) fór fram 3. mars sl. Á þinginu voru veittar viðurkenningar fyrir Íþróttafólk ársins 2019. Valgarð Reinhardsson, fimleikamaður úr Gerplu, var valinn Íþróttakarl UMSK 2019 og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, var valin Íþróttakona UMSK 2019.
Nánar ...
04.03.2020

96. ársþing UMSK

96. ársþing UMSK96. ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) var haldið þann 3. mars sl. í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Áður en þingið var sett fóru fram tvær kynningar. Sema Erla Serdar kynnti Æskulýðsvettvanginn, sem er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna. Ólafur Rafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands (RSÍ), kynnti rafleiki og starfsemi samtakanna en nokkur íþróttafélög eru farin að bjóða upp á skipulagðar æfingar í rafleikjum í sínu starfi.
Nánar ...
04.03.2020

Lyftingaþing LSÍ

Lyftingaþing LSÍLyftingaþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) var haldið þann 1. mars sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hafsteinn Pálsson, annar varaforseti ÍSÍ, var þingforseti og ávarpaði þingið. Farið var yfir ársreikninga, ársskýrslu og fjárhagsáætlun sambandsins. Stjórn er sem hér segir: Magnús B. Þórðarson formaður, Árni Rúnar Baldursson varaformaður, Ásgeir Bjarnason gjaldkeri, Jens Andri Fylkisson ritari og Davíð Ólafur Davíðsson meðstjórnandi. Í varastjórn eru: Einar Ingi Jónsson, Ingi Gunnar Ólafsson (einnig formaður tækninefndar), Sigurður Darri Rafnsson og Þór Reynir Jóhannsson. Framkvæmdastjóri LSÍ er Maríanna Ástmarsdóttir.
Nánar ...
03.03.2020

4. Þríþrautarþing ÞRÍ

4. Þríþrautarþing ÞRÍÞríþrautarþing Þríþrautarsambands Íslands (ÞRÍ) fór fram í fjórða sinn þann 29. febrúar sl. Dagskrá þingsins var hefðbundin samkvæmt lögum ÞRÍ. Kjörinn var nýr formaður, Valerie Maier, til tveggja ára. Í aðalstjórn voru Guðbjörg Jónsdóttir og Helgi Sigurgeirsson kjörin til tveggja ára og Hákon Hrafn Sigurðsson til eins árs. Í varastjórn voru Ingi B. Poulsen, Sigurjón Ólafsson og Sædís Jónsdóttir kjörin til eins árs. Áfram situr í aðalstjórn Aðalsteinn Friðriksson, kjörinn til tveggja ára á 3. þríþrautarþingi sem haldið var 2019. Fráfarandi úr stjórn eru Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé formaður, Sarah Cushing aðalstjórn og Ragnar Haraldsson varastjórn. Hafsteinn Pálsson, annar varaforseti ÍSÍ, var þingforseti. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði þingið.
Nánar ...