Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

03.03.2020

Heiðranir á ársþingi KRAFT

Heiðranir á ársþingi KRAFTÁ þinginu fór fram formanns- og stjórnarkjör. Formenn fastanefnda voru kosnir til tveggja ára. Gry Ek Gunnarsson var endurkjörin formaður til eins árs. Aron Ingi Gautason, Laufey Agnarsdóttir og Muggur Ólafsson taka nú sæti í stjórn með umboð til næstu tveggja ára. Sólveig H. Sigurðardóttir var kjörin formaður dómaranefndar, Einar Örn Guðnason formaður mótanefndar, Róbert Kjaran formaður landsliðsnefndar, Sigurjón Pétursson formaður laganefndar og Gry Ek formaður heiðursmerkjanefndar. Úr stjórn gengu Aron Friðrik Georgsson, Alex Orrason og Guðbrandur Sigurðsson.​
Nánar ...
03.03.2020

Bogfimi í sókn

Bogfimi í sóknBogfimi hefur vaxið hratt á landsvísu undanfarin ár og er nú stunduð í tíu íþróttafélögum innan vébanda níu íþróttahéraða. Nýlega lauk Íslandsmóti ungmenna og öldunga í bogfimi og ljóst að áhuginn fyrir bogfimi er mikill því metskráning var í mótið. Þann 13. - 15. mars fer síðan Íslandsmeistaramótið innanhúss fram í Bogfimisetrinu.
Nánar ...
02.03.2020

Sambandsaðilar fylgi ráðleggingum sóttvarnarlæknis vegna kórónaveirunnar

Sambandsaðilar fylgi ráðleggingum sóttvarnarlæknis vegna kórónaveirunnarÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands vill vekja athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í tengslum við kórónaveiruna og hvetur sambandsaðila að fylgjast með nýjustu uppfærslum varðandi skilgreiningar á áhættusvæðum. Þeir sambandsaðilar sem hyggja á ferðalög með íþróttahópa ættu að kynna sér allar upplýsingar varðandi smitsvæði á vefsíðu Embættis landlæknis. ÍSÍ bendir sambandsaðilum sínum á að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar hafi aðilar verið á skilgreindum áhættusvæðum. Bent er á að mælst er til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum fari fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Hafa ber í huga þau áhrif sem aðgerðir stjórnvalda á áhættusvæðum geta haft á ferðaáætlanir og fylgjast vel með fréttum, þarlendis og á vef Embættis landlæknis þar sem skilgreiningar á svæðum með viðvarandi smit geta breyst hratt.
Nánar ...
02.03.2020

Aldís fyrst Íslendinga á HM á skautum

Aldís fyrst Íslendinga á HM á skautumAldís Kara Bergsdóttir skautakona er nú stödd í Tallin í Eistlandi til að keppa fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti unglinga í listskautum sem fer fram 2. til 8. mars. Er þetta í fyrsta skiptið sem íslenskur skautari keppir á heimsmeistaramóti í listskautum í einstaklingskeppni. Aldís mun keppa í stuttu prógrami föstudaginn 6. mars nk. klukkan 10:45 að staðartíma en Tallinn er tveimur klukkustundum á undan Íslandi. Það kemur í ljós fimmtudaginn 5. mars hvar í rásröðinni hún lendir en þá verður dregið í keppnisröð kl 15:30 á staðartíma.
Nánar ...
02.03.2020

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins 2020

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins 2020Fulltrúar frá vinnustöðum, grunn-, og framhaldsskólum tóku á móti sínum verðlaunum sl. föstudag á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins 2020 sem fór fram í sal KSÍ við Laugardalsvöll. Metþátttaka var í Lífshlaupinu í ár. Þátttakendur voru samtals 18.198 í 1.680 liðum og voru alls 16.261.466 hreyfimínútur skráðar og 209.413 dagar.
Nánar ...